Ragnar Runólfsson (Bræðratungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. febrúar 2024 kl. 21:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. febrúar 2024 kl. 21:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ragnar Runólfsson.

Ragnar Runólfsson frá Bræðratungu við Heimagötu 27, sjómaður, smiður fæddist þar 13. desember 1933 og lést 23. janúar 2024.
Foreldrar hans voru Runólfur Runólfsson formaður og vélstjóri í Bræðratungu, f. 12. desember 1899, d. 4. júní 1983, og kona hans Unnur Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja í Bræðratungu, f. 19. október 1904, d. 16. mars 1947.

Börn Unnar og Runólfs:
1. Jón Runólfsson, f. 29. nóvember 1924, d. 28. mars 2019.
2. Sigrún Runólfsdóttir, f. 31. janúar 1930.
3. Þorsteinn Runólfsson, f. 5. apríl 1932.
4. Ragnar Runólfsson, f. 13. desember 1933, d. 23. janúar 2024.
5. Hörður Runólfsson, f. 4. október 1935, d. 3. október 2021.
6. Ástþór Runólfsson, f. 16. október 1936, d. 2. febrúar 2020.
7. Runólfur Runólfsson, f. 4. ágúst 1938.

Ragnar var með foreldrum sínum, en móðir hans lést er hann var á 14. árinu.
Hann gekk í Stýrimannaskólann í Eyjum.
Ragnar varð ungur sjómaður, var síðar stýrimaður til 1968. Hann stofnaði Bása hf. með Þorsteini bróður sínum og Bárði Auðunssyni stuttu fyrir Gos 1973. Þeir fluttu með fyrirtækið til Hafnarfjarðar og ráku það þar og þar var Ragnar báta- og húsasmiður.

Ragnar eignaðist barn með Ástu 1951.
Hann eignaðist barn með Sigríði 1955.
Þau Gertrud giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Svalbarði við skírn Allans 1960, í verkstæðishúsi Ársæls Sveinssonar við Strandveg, síðan í Grænuhlíð 14 og þar við Gos 1973. Þau bjuggu síðan við Reynigrund í Kópavogi, en búa nú í Sunnusmára þar.

I. Barnsmóðir Ragnars var Ásta Sigurðardóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, síðar á Túngötu 3 húsfreyja, f. 1. ágúst 1944, d. 9. mars 2022.
Barn þeirra:
1. Sigurður Kristinn Ragnarsson smiður, f. 29. desember 1951 á Landspítalanum, skírður á Fáskrúðsfirði. Kona hans Halldóra Ingibjörg Ingólfsdóttir, látin. Kona hans Margrét Elín Ragnheiðardóttir.

II. Barnsmóðir Ragnars var Sigríður Hjartardóttir, síðar húsfreyja, verslunarmaður, starfsmaður í mötuneyti, ræstitæknir, f. 29. mars 1937, d. 5. ágúst 1993.
Barn þeirra:
2. Sigrún Ragnarsdóttir hárgreiðslukona á Fáskrúðsfirði, f. 1. desember 1955. Maður hennar Smári Júlíusson.

III. Kona Ragnars, (25. júní 1959), er Geirþrúður Johannesen frá Færeyjum, f. 21. febrúar 1940 í Færeyjum. Hún hét áður Jona Alvilda Gertrud Johannesen
Börn þeirra:
1. Allan Ragnarsson raffræðingur, f. 27. janúar 1960. Fyrrum kona hans Kristín Halldórsdóttir Svavarssonar. Kona hans Harpa Þorsteinsdóttir.
2. Ómar Ragnarsson tollvörður, f. 26. júlí 1964. Barnsmóðir hans Dagbjört Ólafsdóttir. Kona hans Bryndís Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.