Sigrún Runólfsdóttir (Bræðratungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ársæll Halldórsson og Sigrún Runólfsdóttir.

Sigrún Runólfsdóttir frá Bræðratungu við Heimagötu 27, húsfreyja fæddist þar 31. janúar 1930.
Foreldrar hennar voru Runólfur Runólfsson formaður og vélstjóri í Bræðratungu, f. 12. desember 1899, d. 4. júní 1983, og kona hans Unnur Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja í Bræðratungu, f. 19. október 1904, d. 16. mars 1947.

Börn Unnar og Runólfs:
1. Jón Runólfsson, f. 29. nóvember 1924, d. 28. mars 2019.
2. Sigrún Runólfsdóttir, f. 31. janúar 1930.
3. Þorsteinn Runólfsson, f. 5. apríl 1932.
4. Ragnar Runólfsson, f. 13. desember 1933.
5. Hörður Runólfsson, f. 4. október 1935, d. 3. október 2021.
6. Ástþór Runólfsson, f. 16. október 1936, d. 2. febrúar 2020.
7. Runólfur Runólfsson, f. 4. ágúst 1938.

Sigrún var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Sigrún var sautján ára.
Hún var með föður sínum og systkinum í Bræðrtatungu 1949.
Þau Ágúst giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau voru bændur í Teigi í Fljótshlíð, bjuggu síðar á Selfossi, en síðast í Reykjavík.
Ágúst lést 2018 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

I. Maður Sigrúnar, (28. ágúst 1955), var Ágúst Jóhannsson bóndi í Teigi, síðar lagerstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga, síðan innheimtufulltrúi á Selfossi, f. 31. ágúst 1927, d. 22. júlí 2018. Foreldrar hans voru Jóhann Guðmundur Jensson bóndi í Teigi, f. 10. febrúar 1895, d. 14. nóvember 1978, og kona hans Margrét Albertsdóttir frá Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 15. desember 1900, d. 21. mars 1989.
Börn þeirra:
1. Unnur Ágústsdóttir, f. 6. júní 1955 í Teigi.
2. Margrét Ágústsdóttir, f. 6. október 1957 í Teigi.
3. Runólfur Ágústsson, f. 9. apríl 1963 í Teigi. Kona hans Áslaug Guðrúnardóttir.
4. Jóhann Ágústsson, f. 2. mars 1965. Kona hans Aðalheiður Gunnarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 30. júlí 2018. Minning Ágústs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.