Þorsteinn Runólfsson (Bræðratungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorsteinn Runólfsson frá Bræðratungu við Heimagötu 27, húsasmiður fæddist þar 5. apríl 1932.
Foreldrar hans voru Runólfur Runólfsson formaður og vélstjóri í Bræðratungu, f. 12. desember 1899, d. 4. júní 1983, og kona hans Unnur Þorsteinsdóttir frá Laufási, húsfreyja í Bræðratungu, f. 19. október 1904, d. 16. mars 1947.

Börn Unnar og Runólfs:
1. Jón Runólfsson, f. 29. nóvember 1924, d. 28. mars 2019.
2. Sigrún Runólfsdóttir, f. 31. janúar 1930.
3. Þorsteinn Runólfsson, f. 5. apríl 1932.
4. Ragnar Runólfsson, f. 13. desember 1933, d. 23. janúar 2024.
5. Hörður Runólfsson, f. 4. október 1935, d. 3. október 2021.
6. Ástþór Runólfsson, f. 16. október 1936, d. 2. febrúar 2020.
7. Runólfur Runólfsson, f. 4. ágúst 1938.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hans lést er hann var tæpra 15 ára.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1950, lærði húsasmíði hjá Guðmundi Böðvarssyni, varð sveinn 1956 og meistari 1960.

Þorsteinn ólst upp að hluta hjá Þórhildi móðursystur sinni, var fyrst hjá henni á Breiðabólstað í Fljótshlíð fimm ára gamall, síðan var hann þar í 12 sumur og eitt heilt ár.
Hann fór á síld eftir fermingu, vann hjá Guðmundi Böðvarssyni, lærði síðan hjá honum. Þorsteinn vann bæði við húsbyggingar og bátainnréttingar til Goss 1973. Hann stofnaði fyrirtækið Básar í Eyjum með Bárði Auðunssyni og fleiri nokkrum dögum fyrir Gosið. Þeir fluttu það til Hafnarfjarðar og starfræktu.
Þau Dóra giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Bræðratungu, voru komin að Austurhlíð 4 1967 og bjuggu þar við Gosið 1973. Fjölskyldan flutti í Hafnarfjörð og síðan í Viðlagasjóðshús í Holtsbúð í Garðabæ. Þar búa þau enn (2022).

I. Kona Þorsteins, (6. júní 1959), er Dóra Marguerite Ingibjörg Lind Ingólfsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 19. október 1937.
Börn þeirra:
1. Unnar Örn Þorsteinsson með doktorspróf, kennari, f. 27. mars 1960, ókvæntur.
2. Stefán Gísli Þorsteinsson, flutningastjóri, f. 4. desember 1966. Kona hans Hildur Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.