Björgvin Pálsson (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. janúar 2024 kl. 17:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. janúar 2024 kl. 17:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Björgvin Pálsson verkamaður, verkstjóri á Hvoli við Heimagötu 12 fæddist 3. júlí 1906 á Lambafelli u. Eyjafjöllum og lést 19. maí 1997.
Foreldrar hans voru Páll Pálsson bóndi í Hlíð u. Eyjafjöllum, f. 9. júní 1867 í Ásgarði í Landbroti, V.-Skaft., d. 31. október 1912, og barnsmóðir hans Guðrún Eiríksdóttir vinnukona, f. 25. júlí 1877 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 14. júlí 1963 í Eyjum.

Björgvin var með móður sinni, sem var vinnukona u. Eyjafjöllum.
Þau Gunnhildur fluttu til Eyja 1927, giftu sig á árinu, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Miðey, síðan á Hvoli við Heimagötu 12.
Þau fluttu við Gosið 1973 og bjuggu á Borgarheiði 13 í Hveragerði.
Gunnhildur lést 1987. Björgvin bjó síðast á Kleifahrauni 2d í Eyjum.
Hann lést 1997.

I. Kona Björgvins, (3. desember 1927), var Gunnhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1904 í Akrahól í Grindavík, d. 24. september 1987.
Börn þeirra:
1. Guðmunda Björgvinsdóttir, f. 20. október 1927 í Miðey, d. 12. nóvember 2015. Maður hennar Sigurður Auðunsson,
2. Þórey Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1931 á Hvoli. Maður hennar Ólafur Pálsson.
3. Óskar Björgvinsson ljósmyndari, f. 5. september 1942 á Hvoli, d. 12. nóvember 2002. Fyrrum kona hans Magnea Magnúsdóttir. Kona hans Dagbjört Steina Fríðsteinsdóttir leikskólakennari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.