Hulda Marinósdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2024 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2024 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Eyrún Hulda Marinósdóttir.

Eyrún Hulda Marinósdóttir húsfreyja fæddist 6. september 1930 á Brekastíg 33 og lést 19. mars 2016 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Sigurvin Marinó Jónsson vélstjóri, skipstjóri, pípulagningameistari, f. 20. maí 1900 á Skógum á Þelamörk, Eyjaf., d. 16. desember 1962, og kona hans Guðbjörg Guðnadóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1902 að Heiði í Sléttuhlíð, Skagaf., d. 10. nóvember 1988.

Börn Guðbjargar og Marinós:
1. Stefanía Marinósdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1924, d. 19. september 2016. Maður hennar Pálmi Sigurðsson, látinn.
2. Auður Marinósdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1925, d. 8. mars 1987.
3. Sigursteinn Marinósson pípulagningameistari, f. 9. júlí 1927, d. 8. desember 2017. Kona hans Sigfríður Björnsdóttir, látin.
4. Eyrún Hulda Marinósdóttir húsfreyja, f. 6. september 1930. Maður hennar Ólafur Ingibergsson.
5. Guðni Fanndal Marinósson, f. 30. desember 1934, d. 14. júlí 1935.
6. Eiður Sævar Marinósson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 30. ágúst 1939, d. 15. desember 2000.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann í bakaríi og í þvottahúsi, en lengst við fiskiðnað í Fiskiðjunni. Eftir flutning til Keflavíkur vann hún við ræstingar hjá Varnarliðinu.
Þau Ólafur hófu búskap, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Sætúni við Bakkastíg 10, á Faxastíg 9, en í Hjálmholti við Gos 1973. Þau bjuggu á Heimavöllum í Keflavík, en fluttu síðar í Hafnarfjörð og bjuggu síðast á Smárabarði 2b.
Ólafur lést 2006 og Eyrún Hulda lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2016.

I. Maður Eyrúnar Huldu var Ólafur Ingibergsson sjómaður, vélstjóri, trillukarl, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1925, d. 21. júlí 2006.
Börn þeirra:
1. Guðjón Ingi Ólafsson bifreiðastjóri, f. 1. júlí 1948. Fyrrum kona hans Elín Ebba Guðjónsdóttir. Kona hans Hildur Hauksdóttir.
2. Birna Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 25. júní 1951. Barnsfaðir hennar Sigurður Ólafur Gunnarsson. Fyrrum maður hennar Guðlaugur Sigurðsson. Maður hennar Sveinn B. Ingason.
3. Viðar Ólafsson verkamaður, f. 10. apríl 1958. Barnsmæður hans Agnes Margrét Garðarsdóttir, Guðrún Ásdís Ásmundsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Heba Gísladóttir. Kona hans Halldóra Svava Sigvarðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.