Viðar Ólafsson (Hjálmholti)
Viðar Ólafsson sjómaður, verkamaður, bifreiðastjóri hjá Álverinu og síðan hjá Eimskip fæddist 10. apríl 1958 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ólafur Ingibergsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, trillukarl, f. 31. júlí 1925, d. 21. júlí 2006, og kona hans Eyrún Hulda Marinósdóttir húsfreyja, f. 6. september 1930, d. 19. mars 2016.
Börn Huldu og Ólafs:
1. Guðjón Ingi Ólafsson bifreiðastjóri, f. 1. júlí 1948. Fyrrum kona hans Elín Ebba Guðjónsdóttir. Kona hans Hildur Hauksdóttir.
2. Birna Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 25. júní 1951. Barnsfaðir Sigurður Ólafur Gunnarsson. Fyrrum maður hennar Guðlaugur Sigurðsson. Maður hennar Sveinn B. Ingason.
3. Viðar Ólafsson sjómaður, verkamaður, bifeiðastjóri, f. 10. apríl 1958. Barnsmæður hans Agnes Margrét Garðarsdóttir, Guðrún Ásdís Ásmundsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Heba Gísladóttir. Kona hans Halldóra Svava Sigvarðsdóttir.
Viðar eignaðist barn með Agnesi Margréti 1978.
Hann eignaðist barn með Guðrúnu Ásdísi 1993.
Hann eignaðist barn með Ingibjörgu 1993.
Þau Heba hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
Þau Halldóra Svava giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau búa á Akranesi.
I. Barnsmóðir Viðars er Agnes Margrét Garðarsdóttir, f. 8. júlí 1959.
Barn þeirra:
1. Garðar Viðarsson, f. 30. desember 1978.
II. Barnsmóðir Viðars er Guðrún Ásdís Ásmundsdóttir, f. 7. október 1966.
Barn þeirra:
2. Reynir Örn Viðarsson, f. 31. mars 1993.
III. Barnsmóðir Viðars er Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 3. febrúar 1956.
Barn þeirra:
3. Davíð Þór Viðarsson, f. 27. nóvember 1993.
IV. Fyrrum sambúðarkona Viðars er Heba Gísladóttir, f. 10. september 1957.
V. Kona Viðars er Halldóra Svava Sigvarðsdóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1962. Foreldrar hennar Sigvarður Halldórsson, f. 27. júní 1940, d. 20. mars 2017, og Guðríður Elíasdóttir, f. 17. september 1942, d. 9. september 2017.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Viðar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.