Ólafur Ingibergsson (Hjálmholti)
Ólafur Ingibergsson frá Hjálmholti, sjómaður, vélstjóri, trillukarl, útgerðarmaður, bifreiðastjóri fæddist 31. júlí 1925 og lést 21. júlí 2006.
Foreldrar hans voru Ingibergur Hannesson frá Votmúla í Sandgerðishreppi, Árn., verkamaður í Hjálmholti, f. 15. febrúar 1884, d. 3. september 1971, og kona hans Guðjónía Pálsdóttir frá Garðhúsum á Miðnesi, Gull., húsfreyja, f. þar 14. febrúar 1884, d. 19. desember 1948.
Börn Guðjóníu og Ingibergs:
1. Sigríður Ingibergsdóttir húsfreyja á Kirkjubóli í Skutulsfirði, síðan í Reykjavík, f. 31. maí 1911, d. 29. janúar 2002. Barnsfaðir hennar var Jón Finnbogi Bjarnason. Maður hennar var Jóhann Vilhjálmur Guðlaugsson.
2. Páll Ingibergsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 6. maí 1913, d. 15. janúar 1988. Kona hans Maren Guðjónsdóttir.
3. Júlíus Ingibergsson sjómaður, útgerðarmaður, útgerðarstjóri, f. 17. júlí 1915, d. 11. ágúst 2000. Kona hans Elma Jónsdóttir.
4. Hannes Ingibergsson íþróttakennari, f. 24. október 1922, d. 9. desember 2012. Kona hans Jónína Halldórsdóttir.
5. Ólafur Ingibergsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1925, d. 21. júlí 2006. Kona hans Eyrún Hulda Marinósdóttir.
Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð vélstjóri 1945.
Hann ók vörubíl hjá Þrótti í Reykjavík 1945-1947.
Ólafur fór snemma til sjós. Hann var meðal annars á togaranum Bjarnarey VE-11. Lengi var hann með bræðrum sínum Páli og Júlíusi á aflaskipinu Reyni VE-15. Þá var hann í eigin útgerð á smábátnum Hadda VE og átti hann til margra ára. Þá keypti hann Vin VE-17 í félagi við Benedikt Frímannsson, síðan vélbátinn Sóma með Kristjáni Sigfússyni og gerði út í Eyjum til 1973, en síðan á Suðurnesjum.
Hann hóf störf hjá Íslenskum aðalverktökum 1983 og var þar bílstjóri til 1992.
Þau Hulda giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Bakkastíg 10, á Faxastíg 9, en í Hjálmholti við Gos 1973. Eftir Gos bjuggu þau á Suðurnesjum, bjuggu á Heimavöllum, en fluttu síðar í Hafnarfjörð og bjuggu síðast á Smárabarði 2b.
Ólafur lést 2006 og Eyrún Hulda lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2016.
I. Kona Ólafs var Eyrún Hulda Marinósdóttir húsfreyja, f. 6. september 1930, d. 19. mars 2016.
Börn þeirra:
1. Guðjón Ingi Ólafsson vélstjóri, bifreiðastjóri, f. 1. júlí 1948. Fyrrum kona hans Elín Ebba Guðjónsdóttir. Kona hans Hildur Hauksdóttir.
2. Birna Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 25. júní 1951. Barnsfaðir hennar Sigurður Ólafur Gunnarsson. Fyrrum maður hennar Guðlaugur Sigurðsson. Maður hennar Sveinn B. Ingason.
3. Viðar Ólafsson sjómaður, verkamaður, f. 10. apríl 1958. Barnsmæður hans Agnes Margrét Garðarsdóttir, Guðrún Ásdís Ásmundsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Heba Gísladóttir. Kona hans Halldóra Svava Sigvarðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 2. ágúst 2006. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.