Guðný Steinsdóttir (Pétursborg)
Guðný Steinsdóttir húsfreyja fæddist 23. mars 1938 í Pétursborg við Vestmannabraut 56b og lést 6. júlí 2023.
Foreldrar hennar voru Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir frá Pétursborg, f. 17. mars 1912, d. 12. mars 1989, og barnsfaðir hennar Steinn Einarsson bifreiðastjóri á Eyrarbakka, f. 11. apríl 1910, d. 24. desember 1986.
Fósturfaðir Guðnýjar var Magnús Jónsson frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, sjómaður, vélstjóri, f. 7. ágúst 1909, d. 12. desember 1988.
Barn Lilju og Steins Einarsson:
1. Guðný Steinsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1938 í Pétursborg, d. 6. júlí 2023.
Börn Lilju og Magnúsar Jónssonar:
1. Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1945 í Pétursborg. Maður hennar Bragi Steingrímsson.
2. Arngrímur Magnússon rafvirkjameistari, f. 24. september 1950 á Hásteinsvegi 58. Kona hans Þóra Hjördís Egilsdóttir.
3. Sigurður Ingibergur Magnússon menntaskólanemi, f. 15. september 1956 að Hásteinsvegi 58, d. 25. september 1976.
Guðný var með móður sinni og síðar henni og Magnúsi Jónssyni.
Hún vann lengst verslunarstörf.
Þau Richard giftu sig 1958, eignuðust sex börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 58, á Brekkugötu 11 frá 1966 til Goss 1973, en fluttu þá til Kópavogs, en fluttu aftur á Brekkugötuna 8. janúar 1974. Frá árinu 1993 eyddu þau löngum stundum í húsi sínu Casa Gunný á Spáni.
Guðný lést 2023.
I. Maður Guðnýjar, (31. desember 1958), er Guðbjartur Richard Sighvatsson frá Ási, f. 10. janúar 1937.
Börn þeirra:
1. Lilja Richardsdóttir, f. 18. júní 1956. Barnsfaðir Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson.
2. Guðmundur Richardsson, f. 28. júní 1960. Kona hans Dröfn Gísladóttir.
3. Magnea Richardsdóttir, f. 13. desember 1961. Barnsfaðir Guðmundur Elíasson. Barnsfaðir Kristinn Þór Hjálmarsson. Barnsfaðir Ómar Þórhallsson.
4. Sigurður Bjarni Richardsson, f. 26. júní 1967. Kona hans Hulda Margrét Þorláksdóttir´
5. Erlingur Birgir Richardsson, f. 19. september 1972. Kona hans Vigdís Sigurðardóttir.
6. Arnar Richardsson, f. 23. október 1973. Barnsmóðir hans Kristbjörg Oddný Þórðardóttir. Kona hans Elfa Ágústa Magnúsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 18. júlí 2023. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.