Þóra Hjördís Egilsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þóra Hjördís Egilsdóttir húsfreyja, gangavörður fæddist 18. júlí 1953 í Skálholti við Landagötu 22.
Foreldrar hennar voru Egill Kristjánsson frá Stað, húsasmíðameistari, f. þar 14. október 1927, d. 21. ágúst 2015, og kona hans Guðbjörg Marta Hjörleifsdóttir frá Skálholti, húsfreyja, verkakona, f. 20. júlí 1932, d. 15. ágúst 2021.

Börn Guðbjargar og Egils:
1. Þóra Hjördís Egilsdóttir húsfreyja, gangavörður við Hamarsskóla, f. 18. júlí 1953 í Skálholti. Maður hennar Arngrímur Magnússon.
2. Drengur, f. 16. janúar 1955, d. 17. mars 1955.
3. Kristján Egilsson húsasmiður, húsvörður, f. 3. maí 1956 að Ásavegi 24. Kona Pála Björg Pálsdóttir.
4. Guðjón Egilsson húsasmíðameistari, f. 30. júlí 1957 á Ásavegi 24. Fyrrum kona Linda Björk Hrafnkelsdóttir.
5. Sigurbjörn Egilsson sjómaður, smiður, f. 6. júlí 1963. Kona hans Svanfríður Jóhannsdóttir.
6. Björg Egilsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 18. nóvember 1971. Maður hennar Sæmundur Ingvarsson.

Þóra Hjördís var með foreldrum sínum í æsku, með móður sinni í Skálholti við Landagötu og foreldrum sínum á Ásavegi 24.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1969.
Þóra var lengst gangavörður í Hamarsskólanum.
Þau Arngrímur giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 58, síðar á Höfðavegi 49 og Bessahrauni 9a.

I. Maður Þóru Hjördísar, (15. janúar 1972), er Arngrímur Magnússon rafvirkjameistari, vélstjóri, f. 24. september 1950 á Hásteinsvegi 58.
Börn þeirra:
1. Egill Arngrímsson, lærður bakari, iðnrekstrarfræðingur, f. 20. maí 1971 í Eyjum. Kona hans Jóhanna Kristín Reynisdóttir.
2. Magnús Arnar Arngrímsson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 9. júní 1973 í Reykjavík. Kona hans Tinna Brynjólfsdóttir.
3. Lilja Björg Arngrímsdóttir lögfræðingur, starfsmannastjóri, mannauðsstjóri, f. 10. júlí 1982 í Eyjum. Maður hennar Gísli Geir Tómasson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Þóra Hjördís.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.