Arngrímur Magnússon (rafvirkjameistari)
Arngrímur Magnússon vélstjóri, rafvirkjameistari fæddist 24. september 1950 á Hásteinsvegi 58.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, vélstjóri, f. 7. ágúst 1909, d. 12. desember 1988, og kona hans Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir frá Pétursborg, húsfreyja, f. þar 17. mars 1912, d. 12. mars 1989.
Barn Lilju og Steins Einarssonar og fósturbarn Magnúsar:
1. Guðný Steinsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1938 í Pétursborg.
Börn Lilju og Magnúsar:
2. Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1945 í Pétursborg. Maður hennar Bragi Steingrímsson.
3. Arngrímur Magnússon rafvirkjameistari, f. 24. september 1950 á Hásteinsvegi 58. Kona hans Þóra Hjördís Egilsdóttir.
4. Sigurður Ingibergur Magnússon menntaskólanemi, f. 15. september 1956 að Hásteinsvegi 58, d. 25. september 1976.
Arngrímur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk Gagnfræðaskólanum 1967, fyrsta stigi vélstjóra í Vélskóla Vestmannaeyja og Iðnskólanum í Eyjum 1969, sveinsprófi í rafvirkjun hjá Kjarna sf. 1973. Meistari var Finnbogi Árnason. Hann hlaut meistararéttindi 1977.
Arngrímur vann við frystivélar hjá Fiskiðjunni hf. 1984-1988 og hjá Hraðfrystistöðinni 1988-1990.
Hann hefur aðallega unnið rafvirkjastörf og verið verkstjóri hjá Bæjarveitunum, síðar HS Veitum.
Þau Þóra Hjördís giftur sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 58, síðar á Höfðavegi 49 og Bessahrauni 9a.
I. Kona Arngríms, (15. janúar 1972), er Þóra Hjördís Egilsdóttir húsfreyja, gangavörður, f. 18. júlí 1953.
Börn þeirra:
1. Egill Arngrímsson lærður bakari, iðnrekstrarfræðingur, f. 20. maí 1971 í Eyjum. Kona hans Jóhanna Kristín Reynisdóttir.
2. Magnús Arnar Arngrímsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 9. júní 1973 í Reykjavík. Kona hans Tinna Brynjólfsdóttir.
3. Lilja Björg Arngrímsdóttir lögfræðingur, starfsmannastjóri, mannauðsstjóri, f. 10. júlí 1982 í Eyjum. Maður hennar Gísli Geir Tómasson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Arngrímur.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.