Sigríður Magnúsdóttir (Pétursborg)
Sigríður Magnúsdóttir, húsfreyja fæddist 9. október 1945 í Pétursborg.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, vélstjóri, f. 7. ágúst 1909, d. 12. desember 1988, og kona hans Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir frá Pétursborg, húsfreyja, f. þar 17. mars 1912, d. 12. mars 1989.
Barn Lilju og Steins Einarssonar og fósturbarn Magnúsar:
1. Guðný Steinsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1938 í Pétursborg. Maður hennar Guðbjartur Richard Sighvatsson.
Börn Lilju og Magnúsar:
2. Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1945 í Pétursborg. Maður hennar Bragi Steingrímsson.
3. Arngrímur Magnússon rafvirkjameistari, f. 24. september 1950 á Hásteinsvegi 58. Kona hans Þóra Hjördís Egilsdóttir.
4. Sigurður Ingibergur Magnússon menntaskólanemi, f. 15. september 1956 að Hásteinsvegi 58, d. 25. september 1976.
Þau Bragi giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Brekkugötu 7.
I. Maður Sigríðar, (9. apríl 1966), er Bragi Steingrímsson, sjómaður. járnsmiður, f. 1. janúar 1944.
Börn þeirra:
1. Magnús Bragason, kjötiðnaðarmaður, hótelstjóri, f. 26. nóvember 1965.
2. Helgi Bragason, lögfræðingur, f. 7. apríl 1971.
3. Sigurður Bragason, þjálfari, húsasmiður, f. 12. júlí 1977.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Bragi og Sigríður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.