Jón Á. Gissurarson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. júní 2023 kl. 16:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. júní 2023 kl. 16:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Á. Gissurarson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jón Ástvaldur Gissurarson.

Jón Ástvaldur Gissurarson skólastjóri fæddist 13. febrúar 1906 í Drangshlíð u. A.-Eyjafjöllum og lést 31. ágúst 1999.
Foreldrar hans voru Gissur Jónsson bóndi, hreppstjóri, f. 15. desember 1868, d. 24. febrúar 1944, og kona hans Guðfinna Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1877, d. 23. desember 1971.

Systir Jóns, - í Eyjum:
1. Guðrún Gissurardóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1912, d. 18. nóvember 2002.
Móðurbræður Jóns hér voru:
1. Magnús Ísleifsson trésmíðameistari í London, f. 8. ágúst 1875, d. 25. ágúst 1949. Kona hans Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir Börn þeirra voru:
a) Ísleifur Theodór Magnússon vélstjóri, f. 27. ágúst 1905, d. 21. nóvember 1966.
b) Guðmundur Ólafur Magnússon bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1908, d. 2. september 1999. Kona hans Guðmunda Áslaug Ingibjörg Friðbjörnsdóttir.
c) Sigríður Magnúsdóttir kjólameistari, f. 26. nóvember 1911, d. 5. desember 2000.
d) Unnur Halla Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 4. október 1915, d. 21. september 1975. Maður hennar Arinbjörn Kolbeinsson.
e) Gissur Þorsteinn Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983. Kona hans Guðrún Anna Gunnarsson.
2. Geir Ísleifsson bóndi á Kanastöðum, f. 26. apríl 1882, d. 20. maí 1923. Kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, síðar á Kanastöðum við Hásteinsveg 22, f. 26. nóvember 1883, d. 4. maí 1978.
Meðal barna þeirra:
a) Sigríður Geirsdóttir húsfreyja að Heimagötu 25, f. 7. júlí 1907, d. 29. nóvember 1985. Maður hennar Sigurður Gunnarsson frá Vík.
b) Tómas Geirsson kaupmaður, f. 20. júní 1912, d. 24. febrúar 1991. Kona hans Dagný Ingimundardóttir.

Jón nam í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1923-1924, varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1926, stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1929, nam í verslunarháskóla 1930-1933, fyrst í Mannheim , síðar í Nürnberg Nürnberg í Þýskalandi, lauk kennaraprófi í Nürnberg 1933, nam uppeldisfræði í Tübingen í Þýskalandi 1955-1956, og kynnti sér þýsk skólamál með styrk frá Smbandslýðveldinu Þýskalandi.
Jón kenndi í Unglingaskóla Vestmannaeyja 1929-1930, var stundakennari í Reykjavík 1934-1941, gagnfræðaskóla í Rvk. 1935-1941, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1938-1943, verslunarskóla 1934-1942, vélstjóraskólanum 1936-1941, kvennaskólanum 1940-1943. Hann var kennari í Gagnfræðask. í Rvk. 1941-1949, veitti forstöðu þeim deildum, sem voru til húsa í Sjómannaskólanum 1945-1949, var skólastjóri Gagnfræðaskólans við Lindargötu frá 1949-1969, skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1969-1973.
Jón var prófdómari í þýsku í Verslunarskóla Íslands frá 1973, skoðunarmaður kvikmynda, sem sýndar eru opinberlega, formaður Félags skólastjóra gagnfræðaskóla og héraðsskóla um skeið. Hann varð riddari af fálkaorðunni 1982.
Rit:
Reikningsbók handa framhaldsskólum ásamt Benedikt Tómassyni og síðar Steinþóri Guðmundssyni.
Greinar um uppeldismál o.fl. í blöðum og tímaritum.
Þau Anna Sigríður giftu sig 1945. Jón var barnlaus með henni, en átti stjúpson, og tvö kjörbörn.

I. Kona Jóns, (7. september 1945), var Anna Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 8. september 1904, d. 17. desember 1986. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson sjómaður, f. 24. júní 1873, d. 8. febrúar 1925, og kona hans Sigríður Grímsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1878, d. 18. júní 1949.
Stjúpsonur:
1. Steingrímur Gunnar Halldórsson, f. 15. maí 1938, d. 15. ágúst 1951.
Kjördætur:
2. Ólafía (Karlsdóttir) Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1945.
3. Halldóra Lisbeth Jónsdóttir kennari, f. 1. júlí 1949.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.