Sigríður Magnúsdóttir (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Magnúsdóttir frá London, kjólameistari fæddist þar 26. nóvember 1911 og lést 5. desember 2000 á Landakoti.
Foreldrar hennar voru Magnús Ísleifsson byggingameistari, útvegsbóndi, f. 8. ágúst 1875 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 25. ágúst 1949, og kona hans Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1874 í London, d. 19. september 1945.

Börn Magnúsínu og Magnúsar voru:
1. Ísleifur Theodór Magnússon vélstjóri, f. 27. ágúst 1905, d. 21. nóvember 1966.
2. Guðmundur Ólafur Magnússon bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1908, d. 2. september 1999.
3. Sigríður Magnúsdóttir kjólameistari, f. 26. nóvember 1911, d. 5. desember 2000.
4. Unnur Halla Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 4. október 1915, d. 21. september 1975.
5. Gissur Þorsteinn Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, en fór til Danmerkur 18 ára og lærði kjólasaum. Þar dvaldi hún í tíu ár. Hún vann hjá Sjóklæðagerðinni í 25 ár, var þar forstöðukona, síðan vann hún hjá Vinnufatagerðinni til 78 ára aldurs.
Sigríður bjó með Unni Höllu systur sinni og Magnúsi syni hennar og varð Magnús síðar uppeldissonur hennar .
Sigríður lést 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.