Albína Elísa Óskarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2024 kl. 19:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2024 kl. 19:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Albína Elísa Óskarsdóttir.

Albína Elísa Óskarsdóttir frá Hólnum við Landagötu 18, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, glerlistarkona fæddist þar 25. júní 1945 og lést 29. júlí 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Óskar Ólafsson frá Vestari-Torfastöðum í Fljótshlíð, pípulagningameistari, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986, og kona hans Kristín Jónsdóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. þar 9. nóvember 1911, d. 1. nóvember 1992.

Börn Kristínar og Óskars:
1. Adolf Óskarsson pípulagningamaður, afreksmaður í íþróttum, f. 30. nóvember 1928 á Hólnum við Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, d. 15. desember 2008. Kona hans Ásta Vigfúsdóttir.
2. Jóna Guðlaug Óskarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. febrúar 1930 á Hólnum við Landagötu 18, d. 15. ágúst 2006. Maður hennar Kristleifur Magnússon.
3. Aðalheiður Óskarsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1934 á Grímsstöðum. Maður hennar Þorleifur Sigurlásson.
4. Guðmunda Eygló Óskarsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1937 á Hólnum við Landagötu 18. Maður hennar Svavar Steingrímsson.
5. Kristín Ósk Óskarsdóttir húsfreyja, f. 14. október 1940 á Hólnum. Maður hennar Friðbjörn Kristjánsson.
6. Ólafur Óskarsson pípulagningamaður, f. 27. maí 1944 á Hólnum, d. 9. ágúst 1986. Kona hans Harpa Njálsdóttir Andersen.
7. Albína Elísa Óskarsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, glerlistarkona, f. 25. júní 1945 á Hólnum, d. 29. júní 2008. Maður Huginn Sveinbjörnsson.
8. Hrefna Óskarsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1951 á Sj.h. Maður hennar Kristján Ingólfsson.
9. Örn Óskarsson pípulagningameistari í Reykjavík, f. 18. febrúar 1953 að Boðaslóð 27. Kona Hulda Kjærnested.
10. Guðrún Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1957 að Boðaslóð 27. Maður hennar Almar Hjarðar.

Albína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var fiskiðnaðarkona, en síðar stunduðu þau Huginn mikið glerlist.
Þau Huginn giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Illugagötu 14 við giftingu, á Heiðarvegi 31 við Gosið 1973. Þau bjuggu síðast á Efstahjalla 1 í Kópavogi.
Albína lést 2008 og Huginn bjóst síðast í Boðaþingi 24 í Kópavogi. Hann lést 2015.

Maður Albínu, (29. júní 1963), var Huginn Sveinbjörnsson málarameistari, glerlistarmaður, f. 16. október 1941, d. 16. maí 2015.
Börn þeirra:
1. Birkir Huginsson, f. 12. mars 1964, d. 7. apríl 1997. Fyrrum sambúðarkona hans Þóra Guðný Sigurðardóttir.
2. Oddný Huginsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1967. Maður hennar Óskar Sigmundsson.
3. Viðar Huginsson f. 15. september 1976. Kona hans Ester Kjartansdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.