Aðalheiður Óskarsdóttir (Hólnum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Aðalheiður Óskarsdóttir frá Hólnum við Landagötu 18 fæddist 8. nóvember 1934 á Grímsstöðum við Skólaveg 27.
Foreldrar hennar voru Óskar Ólafsson frá Vestari-Torfastöðum í Fljótshlíð, pípulagningameistari, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986, og kona hans Kristín Jónsdóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. þar 9. nóvember 1911, d. 1. nóvember 1992.

Börn Kristínar og Óskars:
1. Adolf Óskarsson pípulagningamaður, afreksmaður í íþróttum, f. 30. nóvember 1928 á Hólnum við Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, d. 15. desember 2008. Kona hans Ásta Vigfúsdóttir.
2. Jóna Guðlaug Óskarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. febrúar 1930 á Hólnum við Landagötu 18, d. 15. ágúst 2006. Maður hennar Kristleifur Magnússon.
3. Aðalheiður Óskarsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1934 á Grímsstöðum. Maður hennar Þorleifur Sigurlásson.
4. Guðmunda Eygló Óskarsdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1937 á Hólnum við Landagötu 18. Maður hennar Svavar Steingrímsson.
5. Kristín Ósk Óskarsdóttir húsfreyja, f. 14. október 1940 á Hólnum. Maður hennar Friðbjörn Kristjánsson.
6. Ólafur Óskarsson pípulagningamaður, f. 27. maí 1944 á Hólnum, d. 9. ágúst 1986. Kona hans Harpa Njálsdóttir Andersen.
7. Albína Elísa Óskarsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, glerlistarkona, f. 25. júní 1945 á Hólnum, d. 29. júní 2008. Maður Huginn Sveinbjörnsson.
8. Hrefna Óskarsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1951 á Sj.h. Maður hennar Kristján Ingólfsson.
9. Örn Óskarsson pípulagningameistari í Reykjavík, f. 18. febrúar 1953 að Boðaslóð 27. Kona Hulda Kjærnested.
10. Guðrún Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1957 að Boðaslóð 27. Maður hennar Almar Hjarðar.

Aðalheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann í netagerð og við fiskiðnað fram að giftingu.
Þau Þorleifur giftu sig 1957, eignuðust fimm börn. Þau byggðu Hólagötu 41 og bjuggu þar í 60 ár.
Þorleifur lést 2021.
Aðalheiður dvelur í Hraunbúðum.

I. Maður Aðalheiðar, (23. febrúar 1957), var Þorleifur Sigurlásson frá Reynistað, pípulagningameistari, f. 16. mars 1930, d. 31. júlí 2021.
Börn þeirra:
1. Sigurlás Þorleifsson skólastjóri, f. 15. júní 1957, d. 24. apríl 2018. Barnsmóðir hans Auður Árnadóttir. Kona hans Guðrún Karen Tryggvadóttir.
2. Kristín Ósk Þorleifsdóttir grunnskólakennari í Garðabæ, f. 2. janúar 1959. Maður hennar Jens Guðjón Einarsson.
3. Kári Þorleifsson plötusmiður, verkamaður, f. 17. nóvember 1962.
4. Hafþór Þorleifsson grunnskólakennari í Reykjavík, f. 7. nóvember 1967. Hann býr nú í Danmörku, þar sem kona hans er sendiherra þar. Kona hans Helga Hauksdóttir.
5. Erna Þorleifsdóttir grunnskólakennari í Garðabæ, f. 18. júlí 1972. Maður hennar Valdimar Kristinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


[[Flokkur: Verkakonur]