Ásta Vigfúsdóttir (Bakkastíg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ásta Vigfúsdóttir frá Bakkastíg 3 (Fúsahúsi), húsfreyja, fæddist þar 15. júlí 1928 og lést 20. febrúar 2014.
Foreldrar hennar voru Vigfús Sigurðsson frá Pétursborg, sjómaður, formaður, útgerðarmaður, f. 24. júlí 1893, d. 25. febrúar 1970, og kona hans Jóna Guðríður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1905, d. 5. júlí 1993.

Börn Jónu og Vigfúsar:
1. Ásta Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 15. júlí 1928, d. 20. febrúar 2014. Maður hennar var Adolf Óskarsson.
2. Lára Vigfúsdóttir innanhúsarkitekt, f. 25. ágúst 1929, d. 19. apríl 2019. Maður hennar var Hilmar Daníelsson, látinn. Maður hennar Jóhann F. Guðmundsson.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Adolf giftu sig 1948, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra 12 ára gamalt. Þau bjuggu í fyrstu á Bakkastíg 3, síðar á Heiðarvegi 50.
Þau dvöldu síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Adolf lést 2008 og Ásta 2014.

I. Maður Ástu, (17. desember 1948), var Adolf Óskarsson pípulagningameistari, afreksmaður í íþróttum, f. 30. nóvemeber 1928, d. 15. desember 2008.
Börn þeirra:
1. Hörður Adolfsson matreiðslumeistari, f. 28. mars 1950, d. 6. október 2020. Kona hans Nanna María Guðmundsdóttir.
2. Erla Adolfsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1952. Maður hennar Jóhann Pétur Andersen.
3. Vigfús Adolfsson, f. 18. ágúst 1955, d. 21. júlí 1967 af slysförum.
4. Hilmar Adolfsson pípulagningamaður, f. 21. janúar 1960. Kona hans Ólöf Sigurðardóttir.
5. Adolf Adolfsson pípulagningamaður, f. 17. september 1962. Kona hans Júlía Henningsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.