Kristín Jónsdóttir (Hólnum)
Kristín Jónsdóttir á Hólnum, Landagötu 18, húsfreyja fæddist 9. nóvember 1911 á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði og lést 1. nóvember 1992.
Foreldrar hennar voru Jón Níelsson bóndi, f. 21. ágúst 1883, d. 24. apríl 1953, og kona hans Guðlaug Halldórsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 18. september 1892, d. 2. júní 1984.
Börn Guðlaugar og Jóns í Eyjum voru:
1. Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Hólnum, Landagötu 18, f. 9. nóvember 1911, d. 1. nóvember 1992.
2. Steinunn Jakobína Jónsdóttir vinnukona hjá Kristínu 1930, síðar húsfreyja í Odda á Fáskrúðsfirði, f. 29. desember 1915, d. 5. febrúar 1999.
3. Halldór Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1919, d. 17. maí 1982 í Eyjum.
Kristín var með foreldrum sínum í æsku, í Steinholti á Hafnarnesi 1920.
Hún fluttist til Eyja 1927, eignaðist Adólf á Hólnum við Landagötu 1928, Jónu Guðlaugu þar 1930, bjó með Óskari í Framtíð, Hásteinsvegi 11 1930, eignaðist Aðalheiði á Grímsstöðum 1934, en bjó með Óskari og börnunum í Nýhöfn við manntal síðla árs 1934.
Þau bjuggu á Hólnum við fæðingu Guðmundu Eyglóar 1937 og þar bjuggu þau 1951 við fæðingu Hrefnu, en voru komin á Boðaslóð 27 við fæðingu Arnar 1953, og þar bjuggu þau meðan báðum entist líf.
Þau Kristín og Óskar giftu sig 1954.
Óskar lést 1986. Kristín dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 1992.
I. Maður Kristínar, (18. desember 1954), var Óskar Ólafsson frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, síðan á Hólnum við Landagötu 18, en síðast á Boðaslóð 27, pípulagningameistari, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986.
Börn þeirra:
1. Adolf Óskarsson pípulagningamaður, afreksmaður í íþróttum, f. 30. nóvember 1928 á Hólnum við Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, d. 15. desember 2008. Kona hans Ásta Vigfúsdóttir.
2. Jóna Guðlaug Óskarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. febrúar 1930 á Hólnum við Landagötu 18, d. 15. ágúst 2006. Maður hennar Kristleifur Magnússon.
3. Aðalheiður Óskarsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1934 á Skólavegi 27, Grímsstöðum. Maður hennar Þorleifur Sigurlásson.
4. Guðmunda Eygló Óskarsdóttir, f. 1. desember 1937 á Hólnum, Landagötu 18. Maður hennar Svavar Steingrímsson.
5. Kristín Ósk Óskarsdóttir, f. 14. október 1940 á Hólnum. Maður hennar Friðbjörn Kristjánsson.
6. Ólafur Óskarsson pípulagningamaður, f. 27. maí 1944 á Hólnum, d. 9. ágúst 1986. Kona hans Harpa Njálsdóttir Andersen.
7. Albína Elísa Óskarsdóttir fiskverkakona, f. 25. júní 1945 á Hólnum, d. 29. júní 2008. Maður Huginn Sveinbjörnsson.
8. . Hrefna Óskarsdóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1951 á Sj.h. Maður hennar Kristján Ingólfsson.
9. Örn Óskarsson pípulagningameistari í Reykjavík, f. 18. febrúar 1953 að Boðaslóð 27. Kona Hulda Kjærnested.
10. Guðrún Óskarsdóttir, f. 12. nóvember 1957 að Boðaslóð 27. Maður hennar Almar Hjarðar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 17. nóvember 1992. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.