Sólveig Ólafsdóttir (Þinghól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. október 2022 kl. 16:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. október 2022 kl. 16:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sólveig Ólafsdóttir (Þinghól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sólveig Ólafsdóttir frá Þinghól við Kirkjuveg 19, húsfreyja fæddist 23. september 1913 á Hnausum við Landagötu 5b ( Sólnes) og lést 27. júní 2000.
Foreldrar hennar voru Ólafur Auðunsson útgerðarmaður, kaupmaður, bæjarfulltrúi, f. 29. maí 1879, d. 31. maí 1942, og kona hans Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.

Börn Margrétar og Ólafs:
1. Kjartan Ólafsson útgerðarmaður, f. 23. maí 1905 á Hrauni, d. 19. september 1984.
2. Sólveig Ólafsdóttir húsfreyja, 23. september 1913 á Hnausum, d. 27. júní 2000.
Fósturbarn hjónanna var
3. Margrét Ólafía Eiríksdóttir frá Dvergasteini, f. 24. febrúar 1921, d. 21. júní 2008. Hún var fósturbarn í Þinghól hjá Margréti móðursystur sinni 1934 og var þar til heimilis 1940.

Sólveig var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Unglingaskóla Vestmannaeyja og Kvennaskólanum í Reykjavík í tvo vetur.
Þau Anders giftu sig 1933, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Þinghól, síðar bjó Sólveig við Brimhólabraut 38. Sólveig flutti síðar í íbúð aldraðra við Kleifahraun, bjó þar í 13 ár og 1999 flutti hún að Hraunbúðum.
Anders lést 1975 og Sólveig 2000.

I. Maður Sólveigar, (9. desember 1933), var Anders Ingibrigt Johan Bergesen Hals frá Vågsoy í Nordfjord í Noregi, útgerðarmaður, f. 5. október 1908, d. 22. september 1975.
Börn þeirra:
1. Margrét Andersdóttir húsfreyja á Strembugötu 17, f. 4. janúar 1934. Maður hennar Kjartan Konráð Úlfarsson rennismíðameistari, f. 10. júní 1935, d. 4. september 2019.
2. Martina Birgit Andersdóttir húsfreyja í Þinghól við Kirkjuveg 19, f. 22. ágúst 1935. Maður hennar Ásmundur Jónsson rennismíðameistari, f. 28. ágúst 1928, d. 28. ágúst 2019.
3. Ólafía Andersdóttir húsfreyja, bóndi í Noregi, f. 25. október 1946 í Eyjum. Maður hennar Jon Stöyva, látinn.
4. Inger Elísa Andersdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 22. janúar 1950 í Eyjum. Maður hennar Arnþór Flosi Þórðarson, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.