Arnþór Flosi Þórðarson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Arnþór Flosi Þórðarson.

Arnþór Flosi Þórðarson frá Gaulverjabæjarskóla í Flóa fæddist þar 4. mars 1949 og lést 4. febrúar 2004.
Foreldrar hans voru Þórður Gíslason frá Torfastöðum í Grafningi, Árn., skólastjóri, f. 4. ágúst 1915, d. 14. júlí 1959, og kona hans Guðfinna Jónasdóttir frá Efri-Kvíhólma u. V.-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 30. október 1916, 18. febrúar 2002.

Arnþór Flosi lauk landsprófi í Skógaskóla 1965, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1969 og kennaraprófi í Kennaraskóla Íslands árið 1971. Þá var hann í handavinnudeild Kennaraskólans um skeið.
Hann vann hjá Orkustofnun sumrin 1970-1972
Arnþór Flosi kenndi í Barnaskólanum í Eyjum frá 1971 með hléum til 1982, kenndi við Langholtsskóla síðari hluta vetrar 1973 vegna Gossins.
Arnþór Flosi var einskonar útibússtjóri í nýja vesturbænum í Eyjum, en þar hafði risið nýtt hverfi eftir eldgosið og því þurfti að setja upp kennslustöð fyrir yngri börnin í hverfinu. Þetta var forveri Hamarsskóla, sem tók þar til starfa haustið 1982.
Hann kenndi síðan í Seljaskóla í Reykjavík nema einn vetur, er hann kenndi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
Þau Inger Elísa giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu við Brimhólabraut 38 ásamt Sólveigu móður Ingerar, byggðu hús við Búhamar 88 og bjuggu þar til ársins 1982, er þau fluttu til Reykjavíkur og síðan á Seltjarnarnes.
Arnþór Flosi lést 2004. Inger Elísa býr í Hafnarfirði.

I. Kona Arnþórs Flosa. (16. júlí 1977), er Inger Elísa Andersdóttir frá Þinghól við Kiurkjuveg 19, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 22. janúar 1950.
Börn þeirra:
1. Hafrún Arnþórsdóttir íslenskufræðingur, bókasafns- og upplýsingafræðingur, f. 22. júní 1975. Sambúðarmaður hennar Elías Þórarinn Kristjánsson.
2. Atli Arnþórsson pípulagningameistari, f. 2. október 1979. Barnsmóðir hans Jónína Ingólfsdóttir. Fyrrum kona hans Berglind Sigurðardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Inger Elísa.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 13. febrúar 2004. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.