Martina Birgit Andersdóttir
Martina Birgit Andersdóttir frá Þinghól við Kirkjuveg 19, húsfreyja fæddist 22. ágúst 1935.
Foreldrar hennar voru Anders Ingibrigt Johan Bergesen Hals útgerðarmaður frá Vågsoy í Nordfjord í Noregi, f. 5. október 1908, d. 22. september 1975, og kona hans Sólveig Ólafsdóttir húsfreyja, 23. september 1913 á Hnausum við Landagötu 5b, d. 27. júní 2000.
Börn Sólveigar og Anders:
1. Margrét Andersdóttir húsfreyja á Strembugötu 17, f. 4. janúar 1934. Maður hennar Kjartan Konráð Úlfarsson rennismíðameistari, f. 10. júní 1935, d. 4. september 2019.
2. Martina Birgit Andersdóttir húsfreyja í Þinghól við Kirkjuveg 19, f. 22. ágúst 1935. Maður hennar Ásmundur Jónsson rennismíðameistari, f. 28. ágúst 1928, d. 28. ágúst 2019.
3. Ólafía Andersdóttir húsfreyja, f. 25. október 1946 í Eyjum. Maður hennar Jón Stöyva, látinn.
4. Inger Elísa Andersdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1950 í Eyjum. Maður hennar Arnþór Flosi Þórðarson.
Birgit var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1951, lærði í lýðháskólanum Skogn Folkehögskule í eitt ár, síðar lærði hún í husflidskule (heimilisiðnaðarskóla) á Voss.
Birgit vann í eldhúsi á sjúkrahúsi á Voss 1953, vann á hóteli í Målöy janúar til júlí 1954.
Hún kom heim í ágúst 1954, var heima í eitt ár. Þá fór hún aftur til Noregs til náms í húsflidskule, kom heim 1956.
Birgit vann skrifstofustörf í Vinnslustöðinni til 1958, er hún gifti sig.
Hún vann þar aftur 1971-1987 og síðan á Vörubílastöðinni 1987-1994.
Þau Ásmundur giftu sig 1958, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Garði í Hegranesi í Skagafirði í fjögur ár, í Þinghól 1963, á Strembugötu 27, en síðast í Kópavogstúni í Kópavogi og þar býr Birgit nú.
I. Maður hennar, (21. ágúst 1958), Ásmundur Jónsson frá Garði í Hegranesi í Skagafirði, rennismíðameistari, f. 28. ágúst 1928 í Ási í Hegranesi, d. 31. desember 2019.
Börn þeirra:
1. Jón Anders Ásmundsson eðlisfræðingur, MSc-próf í öreindafræði, kennari í Noregi, f. 7. apríl 1958 í Eyjum. Sambúðarkona hans Mette Korsmo.
2. Guðmundur Ólafur Ásmundsson kennari, skólastjóri í Kópavogi, f. 18. nóvember 1959 á Sauðárkróki. Kona hans Ingveldur Jónsdóttir.
3. Sólveig Margrét Ásmundsdóttir húsfreyja, matráðskona, f. 5. ágúst 1962 í Eyjum. Maður hennar Gísli Guðmundsson, látinn.
4. Lovísa Björg Ásmundsdóttir, með sveinspróf í fatasaumi, f. 14. júlí 1963 í Eyjum.
5. Bergur Martin Ásmundsson, með MA-próf í frönsku, er leiðsögumaður, f. 10. maí 1969 í Eyjum. Fyrrum sambúðarkona hans Bettina Seifert.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Birgit.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 10. janúar 2020. Minning Ásmundar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.