Kjartan Konráð Úlfarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kjartan Konráð Úlfarsson.

[[Kjartan Konráð Úlfarsson frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, rennismíðameistari fæddist þar 10. júní 1935 og lést 4. september 2019 á Hjúkrunarheimilinu Boðanum í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Úlfar Kjartansson útvegsbóndi á Vattarnesi, f. 26. nóvember 1895, d. 22. mars 1985, og kona hans María Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1897, d. 29. september 1939.

Systir Kjartans í Eyjum var
1. Halldóra Hansína Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1918, d. 20. ágúst 2000. Maður hennar Njáll Andersen.

Kjartan var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var á fimmta ári sínu. Hann var síðan með föður sínum á Vattarnesi, en flutti til Eyja 15 ára.
Kjartan lærði rennismiði í Magna og öðlaðist meistararéttindi.
Hann vann síðan við iðn sína til 1971, þegar hann hóf störf hjá Samvinnutryggingum og síðar hjá VÍS þar sem hann vann til starfsloka.
Þau Margrét giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Þinghól, byggðu síðan og bjuggu við Strembugötu 17, fluttu til Reykjavíkur 1967, en bjuggu síðar í Garðabæ. Síðustu árin bjuggu þau í Kópavogi.
Kjartan lést 2019.

I. Kona Kjartans, (4. janúar 1958), er Margrét Andersdóttir frá Þinghól við Kirkjuveg 19, f. 4. janúar 1934.
Börn þeirra:
1. Anders Kjartansson tölvutæknir, hefur unnið hjá Skýrsluvélum Ríkisins og Reykjavíkurborgar og hjá Advania, f. 10. mars 1961 í Eyjum. Kona hans Dagbjört Þuríður Oddsdóttir.
2. María Ingibjörg Kjartansdóttir húsfreyja, skrifstofumaður hjá ELKO, f. 28. febrúar 1964 í Eyjum. Maður hennar Andrés Eyberg Jóhannsson.
3. Úlfar Kjartansson, vinnur hjá bílaumboði, f. 13. júlí 1965 í Eyjum. Kona hans Ingunn Heiðrún Óladóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.