Gísli J. Ástþórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. október 2022 kl. 11:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. október 2022 kl. 11:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Gísli J. Ástþórsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Johnsen Ástþórsson.

Gísli Johnsen Ástþórsson frá Breiðabliki, blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, kennari, teiknari fæddist 5. apríl 1923 í Reykjavík og lést 25. ágúst 2012 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Foreldrar hans voru Ástþór Matthíasson lögfræðingur, verksmiðjurekandi, forstjóri, f. 29. nóvember 1899 á Seyðisfirði, d. 7. desember 1970, og kona hans Jóhanna Sigríður Gísladóttir Johnsen Matthíasson (Sísí) húsfreyja, f. 22. nóvember 1904, d. 2. september 1990.

Börn Sigríðar og Ástþórs:
1. Gísli Johnsen Ástþórsson blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, teiknari, kennari, f. 5. apríl 1923 í Reykjavík, d. 25. ágúst 2012. Kona hans Guðný Sigurgísladóttir, látin.
2. Sigríður Erna Ástþórsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1924 í Reykjavík, d. 11. nóvember 1979. Maður hennar Jón Ragnar Stefánsson, látinn.
3. Matthías Ástþórsson myndlistarmaður, f. 10. júní 1926, d. 20. apríl 1988. Kona hans Musse W. Ástþórsson.
4. Þór Ástþórsson rafvirkjameistari, f. 3. mars 1932, d. 8. júní 2002. Kona hans Marlaug Einarsdóttir.
5. Ásgeir Ástþórsson, f. 11. mars 1937 á Sóla, d. 23. október 1937.
6. Ásdís Munda Ástþórsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. desember 1941 á Sóla. Maður hennar Sigfús Helgi Scheving Karlsson.

Gísli var með foreldrum sínum, flutti með þeim að Breiðabliki. Hann ólst upp að mestu leyti hjá móðurforeldrum sínum í Reykjavík.
Hann lauk BA-prófi í blaðamennsku frá University of North Carolina árið 1945.
Að loknu námi réðst Gísli til Morgunblaðsins þar sem hann var blaðamaður næstu fimm árin. Síðan vann hann ýmis störf, bæði til sjós og lands, og stofnaði meðal annars og ritstýrði fréttablaðinu Reykvíkingi, sem kom út hálfsmánaðarlega með níu tölublöðum árið 1952. Hann var svo ritstjóri Vikunnar frá 1953-1958 og Alþýðublaðsins frá 1958-1963. Það var á Alþýðublaðsárunum að fyrstu ádeiluteikningar hans birtust við upphaf fyrsta þorskastríðsins 1958. Teiknimyndasagan hans um Siggu Viggu, fiskvinnslustúlkuna í gúmmístígvélunum, birtist einnig fyrst í Alþýðublaðinu, en síðar í Morgunblaðinu og nokkrum bókum. Eftir að Gísli hætti ritstjórn Alþýðublaðsins vann hann um tveggja ára skeið á dagskrárdeild Ríkisútvarpsins, en sneri sér síðan að kennslu í gagnfræðaskóla. Hann tók svo að nýju við ritstjórn Alþýðublaðsins árið 1970, en réðst svo aftur til Morgunblaðsins árið 1973 þar sem hann starfaði til 1993, er hann lét af störfum vegna aldurs. Það var á þessum árum hans á Morgunblaðinu, að ádeiluserían „Þankastrik“ leit dagsins ljós, en hún hélt svo áfram á Dagblaðinu eftir að Gísli hætti á Morgunblaðinu. Eftir Gísla liggja skáldsögur, smásagnasöfn og leikverk, auk kilja með myndasögunum um Siggu Viggu og félaga. (Mbl. 2012).
Þau Guðný giftu sig 1949, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengst við Fífuhvamm í Kópavogi.
Gísli lést 2012 og Guðný 2017.

I. Kona Gísla, (1949), var Guðný Sigurgísladóttir, með BA-próf í íslensku, húsfreyja, sjúkraliði, kennari, f. 4. desember 1926, d. 15. september 2017. Foreldrar hennar voru Sigurgísli Jónsson skósmiður, sjómaður, f. 3. desember 1892, fórst með togaranum Apríl 1. desember 1930, og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1888, d. 27. október 1958. Fósturmóðir hennar frá 1931 var föðurmóðir hennar Sigríður Ófeigsdóttir á Skagnesi í Mýrdal, V.-Skaft., húsfreyja, þá ekkja, f. 12. mars 1871, d. 29. október 1942.
Börn þeirra:
1. Ástþór Gíslason sjávarlíffræðingur, f. 11. október 1951. Kona hans Erla Gunnarsdóttir.
2. Hrafnkell Sigurgísli Gíslason kennari, f. 24. janúar 1953. Kona hans Ragnheiður Dóróthea Gísladóttir.
3. Hólmfríður Gísladóttir fulltrúi, f. 13. janúar 1959, d. 22. nóvember 2017, var gift Kristínu Erlu Boland.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 3. september 2012. Minning Gísla.
  • Morgunblaðið 27. september 2017. Minning Guðnýjar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.