Ólafur Stefánsson (Ólafsvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. mars 2022 kl. 10:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2022 kl. 10:16 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Stefánsson frá Mölshúsum á Álftanesi, bátasmiður, síðar á Ólafsvöllum í Eyjum, fæddist 13. ágúst 1865 á Hömrum í Grímsnesi og lést 20. apríl 1941.
Foreldrar hans voru Stefán Guðmundsson, þá vinnumaður, síðar bóndi í Hverkoti í Grímsnesi, f. 28. júní 1825, d. 30. október 1883 og kona hans Margrét Elísabet Ólafsdóttir vinnukona, f. 24. september 1828, d. 9. júní 1889.

Ólafur var niðursetningur í Kringlu í Grímsnesi 1870. Þar var móðir hans gift vinnukona. Hann var 15 ára léttadrengur á Klausturhólum þar 1880, og móðir hans var þar vinnukona.
Hann var vinnumaður í Tröð á Álftanesi 1890, kvæntur vinnumaður í Deildarkoti þar 1894, í Mölshúsum þar 1901.
Málfríður lést 1904.
Ólafur fluttist til Seyðisfjarðar með Þorbjörgu, Ögmundi og Valgerði 1909. Þorbjörg fæddi tvíbura þar 1909, Ólaf Unnfrið og andvana dreng. Þau bjuggu í Björnsskúr þar 1910.
Hann fluttist með Þorbjörgu og börnunum frá Björnsskúr á Seyðisfirði að Hjálmholt1 1912, bjó á Ólafsvöllum 1914 og enn 1940.
Ólafur lést 1941.

Ólafur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Málfríður Loftsdóttir af Álftanesi, f. 1. september 1868, d. 19. ágúst 1904, fjórum dögum eftir barnsburð.
Börn þeirra hér:
1. Ögmundur Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður á Litlalandi, f. 6. júní 1894 í Deildarkoti á Álftanesi, d. 29. september 1995.
2. Margrét Stefanía Ólafsdóttir, f. 24. júlí 1896 í Lambhaga á Álftanesi. Hún var í Reykjavík 1910, fluttist til Noregs. Maður hennar Fredrik Vilhelm Knudsen.
3. Valgerður Ólafsdóttir, f. 1. apríl 1899 í Mölshúsum, d. 23. júlí 1976 í Flórída.
4. Valdimar Angantýr Ólafsson, f. 17. janúar 1901 á Álftanesi, niðursetningur á Snorrastöðum í Laugardal í Grímsnesi 1910, d. 23. ágúst 1911.
5. Loftur Sumarvin Ólafsson vélstjóri í Reykjavík, f. 24. apríl 1902 í Mölshúsum, d. 23. júní 1966. Hann var fósturbarn í Halakoti á Álftanesi 1910, vinnumaður þar 1920.
6. Andvana stúlka, f. 15. ágúst 1904 í Mölshúsum.

II. Síðari kona Ólafs, (1910), var Þorbjörg María Sigurðardóttir, f. 25. mars 1872 á Stað í Grindavík, d. 14. júlí 1941.
Börn þeirra:
7. Ólafur Unnfriður Ólafsson, tvíburi, f. 19. júlí 1909, d. 30. september 1927.
8. Andvana drengur, tvíburi, f. 19. júlí 1909.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.