Þorbjörg María Sigurðardóttir (Ólafsvöllum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorbjörg María Sigurðardóttir á Ólafsvöllum, húsfreyja fæddist 25. mars 1872 og lést 14. júlí 1941.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi á Vigdísarvöllum í Krýsuvíkursókn, f. 23. september 1823, d. fyrir 1880, og kona hans Una Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 18. apríl 1832, d. 5. apríl 1892.

Þorbjörg var með húskonunni, ekkjunni móður sinni í Kvíhúsi í Grindavík 1880, var vinnukona í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkursókn 1890.
Hún var bústýra Halldórs Guðbrandssonar á Vesturgötu 40 í Reykjavík 1901, fór með Ólafi til Seyðisfjarðar 1909. Þeim fylgdu Ögmundur og Valgerður, tvö af börnum Ólafs.
Þorbjörg fæddi tvíbura þar 1909, Ólaf Unnfrið og andvana dreng. Þau bjuggu í Björnsskúr þar 1910.
Þau fluttust með börnin frá Björnsskúr á Seyðisfirði að Hjálmholti 1912, bjuggu á Ólafsvöllum 1914 og enn 1940.
Hjónin létust bæði 1941.

Maður Þorbjargar, (1910), var Ólafur Stefánsson frá Mölshúsum á Álftanesi, bátasmiður, síðar á Ólafsvöllum í Eyjum, f. 13. ágúst 1865 á Hömrum í Grímsnesi, d. 20. apríl 1941.
Börn þeirra:
1. Ólafur Unnfriður Ólafsson, tvíburi, f. 19. júlí 1909, d. 30. september 1927.
2. Andvana drengur, tvíburi, f. 19. júlí 1909.
Börn Ólafs af fyrra hjónabandi hans og stjúpbörn Þorbjargar Maríu voru:
3. Ögmundur Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður á Litlalandi, f. 6. júní 1894, d. 29. september 1995.
4. Margrét Stefanía Ólafsdóttir, f. 24. júlí 1896. Hún var í Reykjavík 1910.
5. Valgerður Ólafsdóttir, f. 1. apríl 1897 í Mölshúsum, d. 23. júlí 1976 í Flórída.
6. Valdimar Angantýr Ólafsson, f. 17. janúar 1901 á Álftanesi, niðursetningur á Snorrastöðum í Laugardal í Grímsnesi 1910, d. 23. ágúst 1911.
7. Loftur Sumarvin Ólafsson vélstjóri í Reykjavík, f. 24. apríl 1902 í Mölshúsum, d. 23. júní 1966. Hann var fósturbarn í Halakoti á Álftanesi 1910, vinnumaður þar 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.