Loftur Ólafsson (vélstjóri)
Loftur Sigurvin Ólafsson frá Mölshúsum á Álftanesi, síðar á Ólafsvöllum í Eyjum, vélstjóri 24. apríl 1902 og lést 23. júní 1966.
Foreldrar hans voru Ólafur Stefánsson í Litlabæ og Mölshúsum á Álftanesi, síðar á Ólafsvöllum í Eyjum, trésmiður, f. 13. ágúst 1865 á Hömrum í Grímsnesi, d. 20. apríl 1941, og fyrri kona hans Málfríður Loftsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1868 á Álftanesi, d. 19. ágúst 1904.
Börn Ólafs og Málfríðar fyrri konu hans :
1. Ögmundur Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður á Litlalandi, f. 6. júní 1894 í Deildarkoti á Álftanesi, d. 29. september 1995.
2. Margrét Stefanía Ólafsdóttir, f. 24. júlí 1896 í Lambhaga á Álftanesi. Hún var í Reykjavík 1910, fluttist til Haugasunds í Noregi. Maður hennar var Knutsen.
3. Valgerður Ólafsdóttir, f. 1. apríl 1899 í Mölshúsum, d. 23. júlí 1976 í Flórída.
4. Valdimar Angantýr Ólafsson, f. 17. janúar 1901 á Álftanesi, niðursetningur á Snorrastöðum í Laugardal í Grímsnesi 1910, d. 23. ágúst 1911.
5. Loftur Sigurvin Ólafsson vélstjóri í Reykjavík, f. 24. apríl 1902 í Mölshúsum, d. 23. júní 1966. Hann var fósturbarn í Halakoti á Álftanesi 1910, vinnumaður þar 1920.
6. Andvana stúlka, f. 15. ágúst 1904 í Mölshúsum.
Börn Ólafs og Þorbjargar síðari konu hans:
5. Ólafur Unnfriður Ólafsson, tvíburi, f. 19. júlí 1909, d. 30. september 1927.
6. Andvana drengur, tvíburi, f. 19. júlí 1909.
Loftur var fósturbarn í Halakoti á Álftanesi 1910, vinnumaður þar 1920, var í Sigtúni 1922.
Hann stundaði járnsmíðanám hjá Þorsteini Jónssyni í Reykjavík 1921-1925 og lauk vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1928. Hann vann í Reykjavík hjá Síldarverksmiðjum Ríkisins 1924-1925, en var síðan vélstjóri á ýmsum skipum til 1949, er hann hætti sjómennsku. Hann vann síðan við járnsmíðar hjá Áhaldahúsi Reykjavíkurborgar (Vélamiðstöðinni).
Hann eignaðist barn með Guðrúnu 1922 í Sigtúni.
Þau Katrín eignuðust þrjú börn.
Loftur lést 1966 og Katrín 1971.
I. Barnsmóðir Lofts var Guðrún Guðjónsdóttir frá Sigtúni, síðar húsfreyja á Austurvegi 16, f. 10. ágúst 1898 á Ekru á Rangárvöllum, d. 16. ágúst 1983.
Barn þeirra:
1. Elín Loftsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1922, d. 22. janúar 2005.
II. Kona Lofts, (8. október 1927), var Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1904, d. 16. júlí 1971. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson verkamaður, f. 23. júlí 1881 á Miðhúsum á Vatnsleysuströnd, d. 26. september 1967, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. október 1876 í Saurbæ í Ölfusi, d. 23. mars 1958.
Börn þeirra:
2. Gunnar Loftsson yfirflugvirki, f. 13. september 1927, d. 27. september 2004. Kona hans Maggý Elísa Jónsdóttir.
3. Ingi Loftur Loftsson flugvirki, f. 20. júní 1931, d. 19. nóvember 2012. Kona hans Hanna Lára Þorsteinsdóttir.
4. Málfríður Loftsdóttir húsfreyja, kaupmaður í Mondo í Reykjavík, f. 3. júní 1939. Maður hennar Kristján Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Málfríður.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.