Ólafur Unnfriður Ólafsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Unnfriður Ólafsson frá Ólafsvöllum fæddist 19. júlí 1909 og lést 30. september 1927.
Foreldrar hans voru Ólafur Stefánsson í Litlabæ og Mölshúsum á Álftanesi, síðar á Ólafsvöllum í Eyjum, f. 13. ágúst 1865 á Hömrum í Grímsnesi, d. 20. apríl 1941, og síðari kona hans Þorbjörg María Sigurðardóttir, f. 25. mars 1872 á Stað í Grindavík, d. 14. júlí 1941.

Börn Ólafs og Málfríðar Loftsdóttur, fyrri konu hans:
1. Ögmundur Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður á Litlalandi, f. 6. júní 1894 í Deildarkoti á Álftanesi, d. 29. september 1995.
2. Margrét Stefanía Ólafsdóttir, f. 24. júlí 1896 í Lambhaga á Álftanesi. Hún var í Reykjavík 1910, fluttist til Noregs.
3. Valgerður Ólafsdóttir, f. 1. apríl 1899 í Mölshúsum, d. 23. júlí 1976 í Flórída.
4. Valdimar Angantýr Ólafsson, f. 17. janúar 1901 á Álftanesi, niðursetningur á Snorrastöðum í Laugardal í Grímsnesi 1910, d. 23. ágúst 1911.
5. Loftur Sumarvin Ólafsson vélstjóri í Reykjavík, f. 24. apríl 1902 í Mölshúsum, d. 23. júní 1966. Hann var fósturbarn í Halakoti á Álftanesi 1910, vinnumaður þar 1920.
6. Andvana stúlka, f. 15. ágúst 1904 í Mölshúsum.

Börn Ólafs og Þorbjargar, síðari konu hans:
7. Ólafur Unnfriður Ólafsson, tvíburi, f. 19. júlí 1909, d. 30. september 1927.
8. Andvana drengur, tvíburi, f. 19. júlí 1909.

Ólafur Unnfriður var með foreldrum sínum á Ólafsvöllum og lést 1927, 18 ára.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.