Valgerður Ólafsdóttir (Hjálmholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Ólafsdóttir frá Hjálmholti fæddist 1. apríl 1899 í Mölshúsum á Álftanesi, Gull. og lést 23. júlí 1976 í Flórída í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Ólafur Stefánsson í Litlabæ og Mölshúsum á Álftanesi, síðar á Ólafsvöllum í Eyjum, f. 13. ágúst 1865 á Hömrum í Grímsnesi, d. 20. apríl 1941, og fyrri kona hans Málfríður Loftsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1868 á Álftanesi, d. 19. ágúst 1904.

Börn Ólafs og Málfríðar fyrri konu hans :
1. Ögmundur Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður á Litlalandi, f. 6. júní 1894 í Deildarkoti á Álftanesi, d. 29. september 1995.
2. Margrét Stefanía Ólafsdóttir, f. 24. júlí 1896 í Lambhaga á Álftanesi. Hún var í Reykjavík 1910, fluttist til Noregs.
3. Valgerður Ólafsdóttir, f. 1. apríl 1899 í Mölshúsum, d. 23. júlí 1976 í Flórída.
4. Valdimar Angantýr Ólafsson, f. 17. janúar 1901 á Álftanesi, niðursetningur á Snorrastöðum í Laugardal í Grímsnesi 1910, d. 23. ágúst 1911.
5. Loftur Sumarvin Ólafsson vélstjóri í Reykjavík, f. 24. apríl 1902 í Mölshúsum, d. 23. júní 1966. Hann var fósturbarn í Halakoti á Álftanesi 1910, vinnumaður þar 1920.
6. Andvana stúlka, f. 15. ágúst 1904 í Mölshúsum.
Börn Ólafs og Þorbjargar síðari konu hans:
5. Ólafur Unnfriður Ólafsson, tvíburi, f. 19. júlí 1909, d. 30. september 1927.
6. Andvana drengur, tvíburi, f. 19. júlí 1909.

Valgerður var á sjötta árinu, er móðir hennar lést. Hún var með föður sínum og síðan honum og Þorbjörgu stjúpu sinni, fór með þeim til Seyðisfjarðar 1909, flutti með þeim að Hjálmholti 1912, en fór frá Eyjum 1915, kom til Eskifjarðar 1916, fór til Reykjavíkur 1917, þaðan til Danmerkur og síðan til Bandaríkjanna. Hún bjó síðast í Flórída.
Valgerður lést 1976.

I. Fyrsti maður Valgerðar var Alex Thomsen í Kaupmannahöfn, f. um 1897. Þau skildu.
Börn þeirra:
1. Axel Olaf Thomsen í Marietta, f. 12. desember 1920 í Kaupmannahöfn, d. 11. maí 2012.
2. Magga Dorothea Malfrida Thomsen í New Jersey, f. 7. nóvember 1922 í Kaupmannahöfn.

II. Annar maður hennar, (1938, skildu) var Goddik Peter Larsen Schaarup í New Jersey, f. 19. júlí 1905 í Danmörku d. 7. janúar 1979 í Flórída.
Börn þeirra:
3. Karen Glorida Schaarup í New Jersey, f. 27. apríl 1926.
4. Goddik Caspar George Schaarup í Flórída, f. 23. maí 1927, d. 13. ágúst 1948 í Flórída.
5. Lily Valgerdur Frida Schaarup í New York, f. 12. maí 1928 í New Jersey, d. 19. mars 2012. Maður hennar Walter Arnold Staheri.
6. Harold Gerhard Loftus Schaarup í Jacksonville í Flórída, f. 10. apríl 1932 í New Jersey, d. 5. nóvember 2008 í Jacksonville.

III. Þriðji maður Valgerðar, (22. október 1949) var Carl Neuber í Flórída, f. um 1904, d. 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.