Jóhanna Jónsdóttir (Garðstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2022 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2022 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, síðast hjá dóttur sinni á Garðstöðum fæddist 7. júní 1865 og lést 23. janúar 1960.

Faðir hennar var Jón bóndi á Söndum í Meðallandi, f. 10. júlí 1830 á Syðri-Steinsmýri þar, d. 28. febrúar 1871, drukknaði í lendingu við Dyrhólaós, Jónsson bónda víða, lengst á Syðri-Steinsmýri, en síðast í Langholti þar, f. 27. júní 1794 á Undirhrauni þar, d. 17. júlí 1843 í Langholti þar, Ólafssonar bónda á Undirhrauni, f. 1764 þar, d. 30. september 1802 þar, Jónssonar, og konu Ólafs á Undirhrauni, Kristínar húsfreyju, f. 1762 á Þykkvabæjarklaustri, d. 29. maí 1829 á Hruna á Brunasandi í Hörgslandshreppi, V-Skaft., Jónsdóttur.
Móðir Jóns á Söndum og síðari kona Jóns Ólafssonar á Syðri-Steinsmýri var Margrét húsfreyja, f. 1789, líklega í Háu-Kotey í Meðallandi, d. 18. júlí 1876 í Langholti, Jónsdóttir bónda í Háu-Kotey, f. 1762, d. 27. janúar 1822 þar, Gunnarssonar, og konu Jóns í Háu-Kotey, Kristínar húsfreyju, f. 1758 í Hjáleigu á Berufjarðarströnd í S-Múl., d. 4. apríl 1847 í Háu-Kotey, Eyjólfsdóttur.

Móðir Jóhönnu á Önundarhorni og kona Jóns bónda á Söndum var Guðrún húsfreyja í Langholti og á Söndum í Meðallandi, f. 30. janúar 1841, d. í apríl 1937, Magnúsdóttir Nordahls prests í Hraungerði, á Sandfelli í Öræfum, en síðast í Meðallandsþingum, f. 5. júní 1814 á Svignaskarði í Borgarfirði, d. 22. apríl 1854, Jónssonar prests að Hvammi í Norðurárdal, f. 9. september 1773, d. 6. janúar 1850, Magnússonar, og konu sr. Jóns, Guðrúnar húsfreyju, f. 1782, d. 20. maí 1850, Guðmundsdóttur sýslumanns Ketilssonar.
Móðir Guðrúnar í Langholti og kona sr. Magnúsar Nordahls var Rannveig húsfreyja, f. 1813, d. 1857, Eggertsdóttir prests víða, en síðast í Stafholti í Borgarfirði, f. 18. janúar 1771, d. 13. júlí 1856, Bjarnasonar landlæknis Pálssonar og konu hans Rannveigar Skúladóttur landfógeta Magnússonar.
Móðir Rannveigar Eggertsdóttur og þriðja kona sr. Eggerts var Þórunn húsfreyja, f. 4. júní 1792, d. 5. júlí 1846, Gísladóttir í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð Jónssonar.

Jóhanna var hjá foreldrum sínum á Söndum til ársins 1871, var tökubarn í Hlíð í Skaftártungu og síðan vinnukona þar 1871-1884. Þá fór hún að Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum og var húsfreyja á Önundarhorni 1890, 1901, þá ekkja, og enn 1920, þá gift húsfreyja í 2. hjónabandi sínu (frá 1902).
Hún fluttist til Auðbjargar dóttur sinnar á Garðstöðum 1943 og dvaldi þar síðan.
Jóhanna lést 1960.

Jóhanna Jónsdóttir var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1889), var Valtýr Sveinsson bóndi á Önundarhorni, f. 12. september 1856, d. 27. júní 1899 (sjá ætt hans: Jón Valtýsson).
Börn Jóhönnu og Valtýs hér nefnd:
1. Auðbjörg Valtýsdóttir húsfreyja á Garðstöðum, f. 8. ágúst 1889, d. 14. ágúst 1963. Maður hennar var Ólafur Eyjólfsson útgerðarmaður og formaður, f. 4. febrúar 1891, d. 31. júlí 1956.
2. Jón Valtýsson bóndi á Kirkjubæ, f. 23. október 1890, d. 13. maí 1958, kvæntur Guðrúnu Hallvarðsdóttur húsfreyju, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993.
3. Eiríkur Valtýsson sjómaður í Reykjavík, f. 28. september 1892 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 11. júlí 1922 í Reykjavík. Kona hans Kristín Jónsdóttir.
4. Skúli Valtýsson bóndi á Hunkubökkum á Síðu, f. 28. september 1894 á Önundarhorni, d. 30. september 1989.
5. Sigríður Valtýsdóttir húsfreyja á Kirkjuhól, f. 5. ágúst 1896, d. 25. maí 1974. Maður hennar var Kjartan Árnason skipstjóri og útgerðarmaður, f. 2. október 1896, d. 18. júní 1929.
6. Sveinn Ármann Valtýsson, f. 5. janúar 1898, d. 10. maí 1927.

II. Síðari maður Jóhönnu, (10. ágúst 1902), var Brandur Ingimundarson bóndi á Önundarhorni, f. 6. febrúar 1863, d. 16. október 1936. Jóhanna var síðari kona hans. Fyrri kona hans var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1858, d. 20. ágúst 1899. Foreldrar hans voru Ingimundur Sigurðsson bóndi í Miðbæ og Klömbrum u. Eyjafjöllum, f. 15. maí 1829 á Árgilsstöðum, d. 16. apríl 1884, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1833, d. 26. desember 1909.
Börn Jóhönnu og Brands hér nefnd:
5. Valtýr Brandsson verkstjóri, f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976.
6. Vigfús Bjarni Brandsson, f. 24. nóvember 1903, d. 3. júní 1904.
7. Eggert Brandsson bóndi á Önundarhorni, f. 19. febrúar 1906, d. 16. janúar 1988. Kona hans, skildu, Elísabet Brynjólfsdóttir.
8. Guðrún Magnúsína Brandsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júlí 1908, d. 31. desember 1991. Sambúðarmaður hennar Einar Jón Karlsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Stefánsson.
Börn Brands og fyrri konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju hér nefnd:
9. Sigríður Brandsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 25. ágúst 1887, d. 1. ágúst 1966, kona Gísla Ingvarssonar, f. 20. júní 1887, d. 28. ágúst 1968.
10. Guðrún Brandsdóttir húsfreyja á Bessastöðum f. 17. apríl 1895, d. 16. desember 1981. Maður hennar var Eyjólfur Gíslason skipstjóri, f. 22. maí 1897, d. 7. júní 1995.
11. Ingimundur Brandsson bóndi í Ystabæli u. Eyjafjöllum, f. 9. ágúst 1889, d. 16. júlí 1973.
12. Ketill Kristján Brandsson netagerðarmaður í Bólstað, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975.
Fósturbarn Brands Ingimundarsonar og Jóhönnu var
13. Auróra Alda Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 6. mars 1913, d. 11. maí 1995, kona Sigfúsar Guðmundssonar frá Hólakoti u. Eyjafjöllum, skipstjóra, f. 28. júní 1912, d. 10. nóvember 1995.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.