Brynja Pálsdóttir (Héðinshöfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. janúar 2022 kl. 11:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2022 kl. 11:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Brynja Jónína Pálsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Brynja Jónína Pálsdóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, verslunarmaður, fiskiðnaðarkona, vinnukona fæddist 26. desember 1935 á Þingeyri við Skólaveg 37 og lést 19. nóvember 2009.
Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Héðinshöfða, f. 30. janúar 1908 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, d. 1. maí 1955, og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1907 í Tjarnarkoti í Flóa, d. 23. ágúst 1988.

Börn Páls og Þuríðar hér:
1. Pétur Ólafur Pálsson, f. 3. nóvember 1927 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 6. apríl 2011.
2. Valdís Viktoría Pálsdóttir, f. 14. september 1929 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 3. janúar 2008.
3. Már Guðlaugur Pálsson, f. 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 8. september 2005.
4. Óskírður Pálsson, f. 11. júní 1932 í Fáskrúðsfirði, d. 26. október 1932.
5. Brynja Jónína Pálsdóttir, f. 26. desember 1935 á Þingeyri, d. 19. nóvember 2009.
6. Kristinn Viðar Pálsson, f. 4. nóvember 1938 á Þingeyri.
7. Einar Sævar Pálsson, f. 17. október 1941 í Héðinshöfða, d. 6. mars 1989.
8. Guðmundur Pálsson, f. 3. janúar 1943 í Héðinshöfða.
9. Snjólaug Pálsdóttir, f. 15. mars 1944 í Héðinshöfða.
10. Jóhanna Pálsdóttir, f. 5. mars 1946 í Héðinshöfða, d. 9. febrúar 2020.

Brynja var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1934, bjó með þeim á Þingeyri og í Héðinshöfða.
Hún vann ýmis störf, m.a. fiskvinnu og við verslunarstörf.
Brynja flutti til Reykjavíkur, var þar vinnukona, síðar vann hún hjá Vestfirsku harðfisksölunni þar.
Hún hjálpaði móður sinni við uppeldi yngri systkina sinna eftir lát föður síns 1955.
Þau Heiðar hófu búskap, bjuggu í Stórholti í Reykjavík um tveggja ára skeið.
Þau fluttu til Eyja, giftu sig 1957, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36, við Heiðartún, á Háeyri við Vesturveg 11 og í Hrísnesi við Skólaveg 12.
Þau Heiðar fluttu að Tjaldbúðum á Snæfellsnesi 1963, þar sem Heiðar starfaði við lax- og silungseldi. Þar bjuggu þau um sex ára skeið.
Brynja og Heiðar fluttu aftur til Eyja 1969, bjuggu í Birtingarholti. Þau stofnuðu Ljósmyndaþjónustuna Eyjafótó og starfræktu hana til Goss 1973 á Þingvöllum. Þau fluttu aftur til Eyja eftir Gosið og bjuggu í Nykhól og síðan á Faxastíg 25.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1983, bjuggu síðast á Skeljagranda 2 í Reykjavík, skildu um tíma, fluttu á hjúkrunar- og dvalarheimilið Seljahlíð í Breiðholti.
Brynja lést á Landspítalanum 2009. Heiðar lést 2012.

I. Maður Brynju Jónínu, (17. mars 1957), var Heiðar Bergur Marteinsson sjómaður, stýrimaður, kvikmyndatökumaður, f. 25. apríl 1931, d. 1. janúar 2012.
Barn þeirra:
1. Marteinn Unnar Heiðarsson vélvirki í Reykjavík, f. 14. janúar 1962 í Eyjum. Barnsmæður hans Ingibjörg Eiríksdóttir og Sigurlaug Helgadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 14. desember 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.