Einar Sævar Pálsson (Héðinshöfða)
Einar Sævar Pálsson frá Héðinshöfða við Hásteinsveg 36 útgerðarmaður, skipstjóri fæddist þar 17. október 1941 og lést 6. mars 1989.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Héðinshöfða, f. 30. janúar 1908 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, d. 1. maí 1955, og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1907 í Tjarnarkoti í Flóa, d. 23. ágúst 1988.
Börn Páls og Þuríðar hér:
1. Pétur Ólafur Pálsson, f. 3. nóvember 1927 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 6. apríl 2011.
2. Valdís Viktoría Pálsdóttir, f. 14. september 1929 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 3. janúar 2008.
3. Már Guðlaugur Pálsson, f. 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 8. september 2005.
4. Óskírður Pálsson, f. 11. júní 1932 í Fáskrúðsfirði, d. 26. október 1932.
5. Brynja Jónína Pálsdóttir, f. 26. desember 1935 á Þingeyri, d. 19. nóvember 2009.
6. Kristinn Viðar Pálsson, f. 4. nóvember 1938 á Þingeyri.
7. Einar Sævar Pálsson, f. 17. október 1941 í Héðinshöfða, d. 6. mars 1989.
8. Guðmundur Pálsson, f. 3. janúar 1943 í Héðinshöfða.
9. Snjólaug Pálsdóttir, f. 15. mars 1944 í Héðinshöfða.
10. Jóhanna Pálsdóttir, f. 5. mars 1946 í Héðinshöfða, d. 9. febrúar 2020.
Einar hóf ungur sjómennsku, fyrst á Voninni VE 113 á síldveiðum fyrir Noðurlandi og öll sín unglingsár reri hann á sumar- og vetrarvertíðum.
Hann hóf útgerð 1971, er hann keypti ásamt Má og Guðmundi bræðrum sínum og Henrý mági þeirra Draupni VE 551. Einar var skipstjóri, Már vélstjóri og Guðmundur stýrimaður. Bræðurnir keyptu síðan bát frá Stykkishólmi og nefndu Draupni VE 550 og var hann seldur 1990.
Einar bjó í Pétursey við Hásteinsveg 43.
Hann lést 1989, ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.