Valdís Viktoría Pálsdóttir
Valdís Viktoría Pálsdóttir' frá Héðinshöfða, húsfreyja fæddist 14. september 1929 á Búðum í Fáskrúðsfirði og lést 3. janúar 2008.
Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Héðinshöfða, f. 30. janúar 1908 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, d. 1. maí 1955, og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1907 í Tjarnarkoti í Flóa, d. 23. ágúst 1988.
Börn Páls og Þuríðar hér:
1. Pétur Ólafur Pálsson, f. 3. nóvember 1927 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 6. apríl 2011.
2. Valdís Viktoría Pálsdóttir, f. 14. september 1929 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 3. janúar 2008.
3. Már Guðlaugur Pálsson, f. 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 8. september 2005.
4. Óskírður Pálsson, f. 11. júní 1932 í Fáskrúðsfirði, d. 26. október 1932.
5. Brynja Jónína Pálsdóttir, f. 26. desember 1935 á Þingeyri, d. 19. nóvember 2009.
6. Kristinn Viðar Pálsson, f. 4. nóvember 1938 á Þingeyri.
7. Einar Sævar Pálsson, f. 17. október 1941 í Héðinshöfða, d. 6. mars 1989.
8. Guðmundur Pálsson, f. 3. janúar 1943 í Héðinshöfða.
9. Snjólaug Pálsdóttir, f. 15. mars 1944 í Héðinshöfða.
10. Jóhanna Pálsdóttir, f. 5. mars 1946 í Héðinshöfða, d. 9. febrúar 2020.
Valdís var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Fáskrúðsfirði til Eyja 1934.
Hún vann við fiskiðnað, en síðar lengst hjá Nóa Síríusi.
Þau Einar giftu sig 1956, eignuðust 9 börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 48, en um 1960 fluttu þau til Reykjavíkur, en til Kópavogs fluttu þau 1962.
Þau fluttu til Eyja 1985. Einar lést á því ári.
Valdís flutti í Kópavog 1986.
Þau Andrés hófu sambúð 1988 og bjuggu uns hann lést 1994.
Þau Magnús hófu sambúð, en hann lést 2004.
Valdís flutti til Grindavíkur, þar sem dætur hennar bjuggu. Hún var síðast í Staðarvör 5.
Hún lést 2008.
I. Maður Valdísar, (5. júní 1956), var Einar Guðmundsson sjómaður, stýrimaður, f. 29. mars 1930, d. 25. desember 1985.
Börn þeirra:
1. Páll Einarsson verslunarstjóri, f. 15. nóvember 1952 í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36. Kona hans Sólveig Bogadóttir.
2. Guðmundur Einarsson, f. 25. ágúst 1957 í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36. Kona hans Hafdís Ólafsdóttir.
3. Halldór Þór Einarsson, f. 27. ágúst 1958 að Hásteinsvegi 48, drukknaði 2. ágúst 1975.
4. Jónmundur Einarsson sjómaður, f. 4. apríl 1960 að Hásteinsvegi 48.
5. Einar Valur Einarsson verslunarmaður, f. 7. ágúst 1962. Kona hans Berglind Hallgrímsdóttir.
6. Logi Einarsson, f. 15. desember 1963. Kona hans Helga Eyjólfsdóttir.
7. Bára Þuríður Einarsdóttir, f. 10. apríl 1965. Maður hennar Páll Pálsson.
8. Kristín Snjólaug Einarsdóttir, f. 5. febrúar 1969. Barnsfeður Guðmundur Jónsson og Reynir Finnbogason.
9. Tómas Einarsson, f. 19. febrúar 1970. Barnsmóðir hans Berglind Jean Goldstein.
II. Sambúðarmaður Valdísar Viktoríu frá 1988 var Andrés Pálsson járnsmiður, f. 9. nóvember 1930, d. 3. nóvember 1994. Foreldrar hans voru Páll J. Einarsson, f. 29. júlí 1902, d. 25. mars 1986, og Jónína Pálsdóttir, f. 28. maí 1901, d. 6. febrúar 1984.
III. Sambúðarmaður Valdísar Viktoríu var Magnús Guðmundsson frá Vatneyri á Patreksfirði, lögreglumaður, málari, matsveinn, f. 9. júní 1928, d. 30. ágúst 2004. Foreldrar hans voru Guðmundur Sumarliði Guðmundsson sjómaður á Patreksfirði, f. 13. apríl 1890 í Tungu í Tálknafirði, d. 24. júlí 1977, og Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, f. 5. maí 1887 á Hnjóti í Örlygshöfn, d. 29. maí 1966.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 27. janúar 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.