Guðmundur Pálsson (Héðinshöfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Pálsson frá Héðinshöfða, sjómaður, útgerðarmaður fæddist 3. janúar 1943.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Héðinshöfða, f. 30. janúar 1908 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, d. 1. maí 1955, og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1907 í Tjarnarkoti í Flóa, d. 23. ágúst 1988.

Börn Páls og Þuríðar hér:
1. Pétur Ólafur Pálsson, f. 3. nóvember 1927 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 6. apríl 2011.
2. Valdís Viktoría Pálsdóttir, f. 14. september 1929 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 3. janúar 2008.
3. Már Guðlaugur Pálsson, f. 26. maí 1931 í Sandgerði í Fáskrúðsfirði, d. 8. september 2005.
4. Óskírður Pálsson, f. 11. júní 1932 í Fáskrúðsfirði, d. 26. október 1932.
5. Brynja Jónína Pálsdóttir, f. 26. desember 1935 á Þingeyri, d. 19. nóvember 2009.
6. Kristinn Viðar Pálsson, f. 4. nóvember 1938 á Þingeyri.
7. Einar Sævar Pálsson, f. 17. október 1941 í Héðinshöfða, d. 6. mars 1989.
8. Guðmundur Pálsson, f. 3. janúar 1943 í Héðinshöfða.
9. Snjólaug Pálsdóttir, f. 15. mars 1944 í Héðinshöfða.
10. Jóhanna Pálsdóttir, f. 5. mars 1946 í Héðinshöfða, d. 9. febrúar 2020.

Þau Bergþóra giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Bergþóra átti fjögur börn frá fyrra sambandi.
Guðmundur dvelur í Hraunbúðum.

I. Kona Guðmundar var Bergþóra Jónsdóttir, frá Mandal, húsfreyja, f. 28. september 1945, d. 4. júní 2024.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.