Heiðar Marteinsson
Heiðar Bergur Marteinsson úr Reykjavík, sjómaður, stýrimaður, kvikmyndatökumaður fæddist þar 25. apríl 1931 og lést 1. janúar 2012.
Foreldrar hans voru Marteinn Jón Magnússon Skaftfells kennari í Reykjavík, f. 14. apríl 1903 á Auðnum í Meðallandi, V-Skaft., d. 20. febrúar 1985, og fyrri kona hans Þórunn Björnsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 30. nóvember 1898 í Möðrudal í N-Múl., d. 2. ágúst 1983.
Heiðar var með foreldrum sínum, en þau skildu og ólst Heiðar upp á Sólheimum í Grímsnesi.
Hann lauk fiskimannaprófi í Eyjum 1958.
Heiðar var sjómaður frá ungum aldri, var stýrimaður á ýmsum bátum í Eyjum.
Þau Brynja hófu búskap, bjuggu í Stórholti í Reykjavík um tveggja ára skeið.
Þau fluttu til Eyja, giftu sig 1957, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36, við Heiðartún, á Háeyri við Vesturveg 11 og í Hrísnesi við Skólaveg 12.
Þau Brynja fluttu að Tjaldbúðum í Staðarsveit á Snæfellsnes 1963, þar sem Heiðar starfaði við lax- og silungseldi. Þar bjuggu þau um sex ára skeið.
Brynja og Heiðar fluttu aftur til Eyja 1969, bjuggu í Birtingarholti. Þau stofnuðu Ljósmyndaþjónustuna Eyjafótó og starfræktu hana til Goss 1973 á Þingvöllum. Þau fluttu aftur til Eyja eftir Gosið og bjuggu í Nykhól og síðan á Faxastíg 25. Heiðar tók mikið af myndum fyrir Sjónvarpið skömmu eftir stofnun þess, bæði kvikar og kyrrar. Hann dvaldi að mestu í Eyjum við myndatökur í Gosinu.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1983, bjuggu síðast á Skeljagranda 2 í Reykjavík, skildu um tíma, fluttu á hjúkrunar- og dvalarheimilið Seljahlíð í Breiðholti.
Brynja lést á Landspítalanum 2009. Heiðar lést 2012.
I. Kona Heiðars, (17. mars 1957), var Brynja Jónína Pálsdóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, iðnverkakona, f. 26. desember 1935 á Þingeyri, d. 19. nóvember 2009.
Barn þeirra:
1. Marteinn Unnar Heiðarsson vélvirki í Reykjavík, f. 14. janúar 1962 í Eyjum. Barnsmæður hans Ingibjörg Eiríksdóttir og Sigurlaug Helgadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 20. janúar 2012. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Sjómenn
- Stýrimenn
- Ljósmyndarar
- Kvikmyndatökumenn
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 21. öld
- Íbúar í Héðinshöfða
- Íbúar við Hásteinsveg
- Íbúar við Heiðartún
- Íbúar í Hrísnesi
- Íbúar við Skólaveg
- Íbúar á Háeyri
- Íbúar við Vesturveg
- Íbúar í Birtingarholti
- Íbúar við Vestmannabraut
- Íbúar í Nikhól
- Íbúar við Faxastíg