Ólafía Ingibjörg Sveinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2021 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2021 kl. 16:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafía Ingibjörg Sveinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafía Ingibjörg Sveinsdóttir frá Núpi u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 13. nóvember 1928 og lést 21. febrúar 2014.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sigurðsson bóndi, f. 29. ágúst 1886, d. 7. desember 1947, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1892, d. 6. ágúst 1955.

Börn Ólafar og Sveins í Eyjum:
1. Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja á Faxastíg 12, f. 3. mars 1922, d. 14. október 2003. Maður hennar Eggert Pálsson.
2. Ólafía Ingibjörg Sveinsdóttir.
3. Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja á Búastaðabraut 14, f. 14. nóvember 1933. Maður hennar Sigurður Kristjánsson.

Ólafía var með foreldrum sínum í æsku, með ekkjunni móður sinni á Núpi 1948.
Þau Eyjólfur Pálmi giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu til Eyja, Pálmi 1948 og hún 1949, bjuggu á Heiðarvegi 42 1949, um skeið á Lýtingsstöðum við Vestmannabraut 71, fluttu síðar til Reykjavíkur, bjuggu síðast á Sléttuvegi 7.
Eyjólfur Pálmi lést 2010 og Ólafía Ingibjörg 2014.

I. Maður Ólafíu) var Eyjólfur Pálmi Árnason frá Látrum í Aðalvík, verkamaður, verkstjóri, f. 5. júlí 1915, d. 15. janúar 2010.
Börn þeirra:
1. Sveinn Pálmason forstöðumaður, f. 17. desember 1949 á Heiðarvegi 42, d. 23. febrúar 2015, ókvæntur.
2. Rúnar Sigurvin Pálmason járnsmiður, f. 27. desember 1950 á Heiðarvegi 42, ókvæntur.
3. Ólafur Kristinn Pálmason bifvélavirkjameistari, f. 19. apríl 1957 á Lýtingsstöðum við Vestmannabraut 71. Fyrrum konur hans Valgerður Samsonardóttir og Rúna Rós Svansdóttir.
4. Ólöf Ingibjörg Pálmadóttir sjúkraliði, hárgreiðslumeistari, f. 27. febrúar 1961 að Heiðarvegi 42, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.