Eggert Pálsson (Reynisholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Eggert Pálsson)
Fara í flakk Fara í leit
Eggert Pálsson.

Eggert Pálsson frá Fit u. V.- Eyjafjöllum, bóndi, verkamaður, starfsmaður Pósts og síma fæddist þar 19. október 1916 og lést 2. janúar 2000.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson bóndi, f. 22. júlí 1893 á Fit, d. 30. janúar 1986, og kona hans Steinunn Einarsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1888 í Steinmóðarbæ u. Eyjafjöllum, d. 27. desember 1922.
Síðari kona Páls og stjúpmóðir Eggerts var Jóhanna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1901 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 16. mars 1982.

Bræður Jóhönnu Ólafsdóttur í Eyjum voru:
1. Sigurjón Ólafsson útgerðarmaður, f. 7. febrúar 1894, d. 7. júní 1964.
Synir hans í Eyjum voru:
a. Einar Sigurjónsson forstjóri, f. 7. janúar 1920, d. 14. október 1998.
b. Ólafur Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, f. 9. janúar 1928, d. 5. mars 2008.
2. Guðmundur Ólafsson sjómaður í Ásnesi, f. 29. maí 1897, drukknaði 15. ágúst 1923.

Eggert var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var sex ára. Hann var með föður sínum og síðan honum og stjúpmóður sinni til fullorðinsára.
Hann stundaði vertíðir í Eyjum frá unglingsárum. Hann varð vinnumaður á Núpi hjá Ólöfu systur stjúpu sinnar.
Í Eyjum vann hann í Fiskiðjunni og hjá Bænum, en síðan hjá Pósti & síma.
Eftir flutning til Reykjavíkur hélt hann áfram störfum hjá Pósti & síma til starfsloka vegna aldurs.
Þau Sigríður giftu sig 1951, eignuðust tvö börn. Þau tóku við búi á Núpi og bjuggu þar í tvö ár, en fluttu þá til Eyja, keyptu Reynisholt við Faxastíg 12 og bjuggu þar til Goss 1973. Þau fluttu til Reykjavíkur 1973.

I. Kona Eggerts, (22. desember 1951), var Sigríður Sveinsdóttir frá Núpi, f. 3. mars 1922, d. 14. október 2003.
Börn þeirra:
1. Sveinn Óli Eggertsson strætisvagnastjóri, f. 2. júní 1951, ókvæntur.
2. Ingólfur Vignir Eggertsson trésmiður, f. 30. ágúst 1957, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunbaðið 22. janúar 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sveinn Óli.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.