Pálmi Árnason (verkstjóri)
Eyjólfur Pálmi Árnason verkamaður, verkstjóri fæddist 5. júlí 1915 að Látrum í Aðalvík og lést 15. janúar 2010.
Foreldrar hans voru Árni Þorkelsson í Nóatúni á Seyðisfirði 1910, síðar bóndi og trésmiður á Látrum í Aðalvík og útgerðarmaður í Skáladal, en síðast í Eyjum, f. 31. ágúst 1882, d. 26. ágúst 1963, og Anna Kristín Eyjólfsdóttir ráðskona hans, síðar húsfreyja á Látrum og Skáladal í N.-Ísafj.s., f. 17. júlí 1886, d. 1. apríl 1952.
Börn Kristínar og Árna:
1. Guðrún Laufey Árnadóttir húsfreyja á Sæbóli í Aðalvíkursókn, f. 13. mars 1909 á Sigurðararstöðum á Melrakkasléttu, d. 25. janúar 1952. Maður hennar Þorsteinn Friðriksson.
2. Þorkell Óskar Árnason bóndi í Þverdal í Sléttuhreppi, síðar á vertíðum í Eyjum, en síðast í Reykjavík, f. 7. apríl 1910 á Seyðisfirði, d. 19. ágúst 1979.
3. Egill Axel Árnason vélstjóri, f. 18. júní 1911 á Seyðisfirði, d. 9. janúar 1976. Kona hans Guðrún Magnússína Kristjánsdóttir.
4. Eyjólfur Pálmi Árnason, f. 5. júlí 1915, d. 15. janúar 2010. Kona hans Ólafía Ingibjörg Sveinsdóttir.
5. Valgerður Árnadóttir, f. 28. október 1918, d. 13. apríl 1924.
6. Guðrún Friðrika Árnadóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 26. júlí 1920, fórst í bruna þar 3. júní 1946. Maður hennar Sigurvin Veturliðason.
Pálmi var með foreldrum sínum á Hornströndum, á Látrum, í Skáladal, í Görðum, á Stað, síðast í Þverdal 1949.
Hann flutti til Eyja 1948, bjó með Ólafíu Ingibjörgu konu sinni á Heiðarvegi 42 og á Lýtingsstöðum við Vestmannabraut 71. Þau bjuggu síðar á Tunguvegi 78 í Reykjavík og síðast á Sléttuvegi 7 þar.
Þau eignuðust fjögur börn.
Eyjólfur Pálmi lést 2010 og Ólafía Ingibjörg 2014.
I. Kona Pálma var Ólafía Ingibjörg Sveinsdóttir frá Núpi u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 13. nóvember 1928, d. 21. febrúar 2014.
Börn þeirra:
1. Sveinn Pálmason forstöðumaður, f. 17. desember 1949 á Heiðarvegi 42, d. 23. febrúar 2015, ókvæntur.
2. Rúnar Sigurvin Pálmason járnsmiður, f. 27. desember 1950 á Heiðarvegi 42, ókvæntur.
3. Ólafur Kristinn Pálmason bifvélavirkjameistari, f. 19. apríl 1957 á Lýtingsstöðum. Fyrrum konur hans Valgerður Samsonardóttir og Rúna Rós Svansdóttir.
4. Ólöf Ingibjörg Pálmadóttir sjúkraliði, hárgreiðslumeistari, f. 27. febrúar 1961 að Heiðarvegi 42, ógift.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Ættingjar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.