Sveinn Pálmason (forstöðumaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sveinn Pálmason.

Sveinn Pálmason leiðbeinandi, forstöðumaður fæddist 17. desember 1949 á Heiðarvegi 42 og lést 23. febrúar 2015.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Pálmi Árnason verkstjóri, f. 5. júlí 1915, d. 15. janúar 2010, og kona hans Ólafía Ingibjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 13. nóvember 1928, d. 21. febrúar 2014.

Börn Ólafíu og Pálma:
1. Sveinn Pálmason, f. 17. desember 1949, d. 23. febrúar 2015.
2. Rúnar Sigurvin Pálmason, f. 27. desember 1950 á Heiðarvegi 42.
3. Ólafur Kristinn Pálmason, f. 19. apríl 1957 á Lýtingsstöðum við Vestmannabraut 71.
4. Ólöf Ingibjörg Pálmadóttir, f. 27. febrúar 1961 að Heiðarvegi 42.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku og bjó hjá þeim 1972, síðar í Birkihlíð 7.
Hann vann við fiskiðnað á unglingsárum sínum, vann hjá Viðlagasjóði við björgunarstörf eftir Gosið 1973, síðan í Steypustöðinni í Eyjum í 25 ár, var síðan leiðbeinandi og forstöðumaður í Kertaverksmiðjunni Heimaey, vann þar í 21 ár.
Sveinn lést 2015.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 7. mars 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.