Fanney Bjarnadóttir (Birtingarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. apríl 2021 kl. 19:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. apríl 2021 kl. 19:15 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Fanney Bjarnadóttir.

Fanney Bjarnadóttir frá Birtingarholti, húsfreyja fæddist þar 24. janúar 1913 og lést 25. október 2008.
Foreldrar hennar voru Bjarni Vilhelmsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, síðast verkamaður, f. 12. apríl 1882, d. 4. október 1942, og mágkona hans Jakobína Guðbrandsdóttir, f. 11. október 1893, d. 20. janúar 1969.
Fósturforeldrar Fanneyjar voru Jósefína Guðbrandsdóttir fyrrum kona Bjarna, móðursystir hennar, síðar húsfreyja í Baldurshaga í Grindavík, f. 6. júlí 1886, d. 25. júní 1961, og maður hennar Guðjón Magnússon skipstjóri, f. 5. október 1893, drukknaði 14. mars 1926.

Börn Jakobínu og Bjarna:
1. Hans Einarsson Bjarnason, f. 3. maí 1912 í Stakkagerði-vestra, d. 3. október 1912 í Skuld.
2. Fanney Bjarnadóttir, f. 24. desember 1913 í Birtingarholti, d. 25. október 2008.
Börn Bjarna og Guðrúnar Halldórsdóttur:
3. Hulda Bjarnadóttir húsfreyja, matráðskona í Reykjavík, f. 5. október 1918 á Norðfirði, d. 17. janúar 2014. Fyrri maður hennar var Valdimar S. Runólfsson. Síðari maður hennar Finnbogi Ólafsson.
4. Stefán Bjarnason sjómaður í Neskaupstað, f. 10. júlí 1920 í Birtingarholti, d. 13. apríl 1945. Kona hans Elísabet Guðnadóttir.
5. Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja á Höfn í Hornafirði, f. 6. júlí 1921 á Hrafnabjörgum, d. 20. desember 2014. Maður hennar Björn Þórarinn Ásmundsson.
6. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1922 á Kirkjuhól, d. 12. febrúar 1997. Maður hennar Jón Garðar Sigjónsson
7. Fjóla Bjarnadóttir húsfreyja í Keflavík, f. 26. mars 1924, d. 26. mars 2009. Maður hennar Haraldur Hermannsson.
8. Bjarni Bjarnason sjómaður í Hafnarfirði, f. 17. febrúar 1925 í Neskaupstað, d. 15. júní 2012. Kona hans Auður Sigurðardóttir.
9. Þuríður Bjarnadóttir, f. 3. mars 1926 í Neskaupstað, d. 26. febrúar 2015.
10. Lilja Bjarnadóttir, f. 20. apríl 1927, d. 24. júní 1928.
11. Lilja Bjarnadóttir, f. 24. ágúst 1928.
12. Ingvar Bjarnason sjómaður, verkamaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1929, d. 10. apríl 2009. Fyrrum kona hans Aðalbjörg Björnsdóttir.
13. Olga Steinunn Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1930, d. 16. október 2014. Maður hennar Stefán Runólfsson.
14. Guðrún Vibeka Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. janúar 1932, d. 31. október 2019. Maður hennar Guðbjartur Þorleifsson.
15. Kolbeinn Bjarnason, f. 18. desember 1933.
16. Halldór Bjarnason, f. 2. mars 1935, d. 28. júní 2012.
17. Þórður Bjarnason smiður, síðast í Kópavogi, f. 12. mars 1937, d. 18. júní 2018. Kona hans Arndís Ágústsdóttir.

Fanney fór fimm ára í fóstur til Jósefínu móðursystur sinnar og Guðjóns síðari manns hennar í Baldurshaga í Grindavík, og þar dvaldi hún til 1926, er Guðjón fórst. Þá flutti Fanney til Huldu Bjarnadóttur hálfsystur sinnar og bjó þar.
Þau Arelíus giftu sig, eignuðust þrjú börn, bjuggu í Reykjavík.
Fanney lést 1969 og Arelíus 1972.

I. Maður Fanneyjar var Arelíus Sveinsson frá Skagaströnd, leigubílstjóri, f. 23. febrúar 1911 á Læk í A.-Hún, d. 29. maí 1972. Foreldrar hans voru Sveinn Bjarnason sjómaður, f. 18. ágúst 1874, d. 28. júlí 1921, og kona hans Rut Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1868, d. 29. mars 1965.
Börn þeirra:
1. Gréta Björg Arelíusdóttir húsfreyja, saumakona, sjálfstæður atvinnurekandi á Blönduósi, f. 11. febrúar 1935, d. 24. apríl 2013. Maður hennar Zophónías Zophóníasson, látinn.
2. Ardís Ólöf Arelíusdóttir húsfreyja á Skagaströnd, f. 19. október 1936, d. 12. september 2018. Maður hennar Viggó Brynjólfsson, látinn.
3. Ruth Jóhanna Arelíusdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1946. Maður hennar Rúdólf Ingólfsson, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.