Oddný Guðbjörg Þórðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. febrúar 2023 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. febrúar 2023 kl. 14:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Guðbjörg Þórðardóttir frá Skálanesi, húsfreyja fæddist 15. ágúst 1929 á Norðurgötu 29 á Akureyri, síðast á Digranesvegi 54 í Kópavogi og lést 23. október 1998.
Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi og í Vallartúni, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939, og þriðja kona hans Kristbjörg Stefánsdóttir húsfreyja á Akureyri, í Keflavík, Vallanesi, síðar í Skálanesi, f. 12. júlí 1896, d. 8. mars 1984.

Börn Kristbjargar og Þórðar voru:
1. Álfheiður Lára Þórðardóttir í Skálanesi, f. 26. febrúar 1928, d. 28. desember 2005.
2. Oddný Guðbjörg Þórðardóttir í Skálanesi, f. 15. ágúst 1929, d. 23. október 1998.
3. Ingibjörg Jónína Þórðardóttir í Skálanesi, f. 11. ágúst 1932.
4. Þóra Þórðardóttir í Skálanesi, f. 16. apríl 1939.

Börn Þórðar og Kristínar Guðjónsdóttur bústýru hans:
5. Jónína Ásta Þórðardóttir, f. 27. nóvember 1918, d. 28. september 1995.
6. Bergþóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1924, d. 16. júlí 2004.

Barn Þórðar og Sigríðar Guðmundsdóttur frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, síðar húsfreyja í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum, vinnukona hjá honum frá 1909, f. 13. ágúst 1886, d. 19. júní 1956.
Barn þeirra var
3. Jóhann Gunnar Þórðarson, f. 9. mars 1919, d. 9. febrúar 1920.

Barn Þórðar og Guðrúnar Þórðardóttur:
8. Jón Sigurður Þórðarson skipasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017.

Barn Þórðar og Petrúnar Ólafar Ágústsdóttur.
9. Sveinbjörg Alma Þórðardóttir, f. 22. desember 1925, d. 28. mars 1936 af Keflavíkurbrunanum.

Oddný var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, fluttist með þeim frá Akureyri til Keflavíkur 1932 og til Eyja 1935. Þau bjuggu í Vallartún frá 1937. Þau höfðu nýlega fest kaup á Skálanesi við Vesturveg, er faðir hennar lést. Oddný var þá á tíunda árinu.
Oddný stundaði nám við húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði 1946. Þau Karl Jóhann giftu sig 1949, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Vík og voru bændur í Suður-Vík 1964-1971. Þau fluttu til Reykjavíkur 1971 og þaðan í Kópavog.
Auk heimilis- og bústarfa vann Oddný meðal annars tæp 20 ár á Hótel Esju, var þerna og síðan yfirþerna, og frá árinu 1989 var hún gangavörður við Digranesskóla og vann þar fram á síðasta dag.
Hún lést 1998 og Karl Jóhann 2007.

I. Maður Oddnýjar Guðbjargar, (4. júní 1949), var Karl Jóhann Gunnarsson frá Árbæ, verslunarmaður, bóndi, f. þar 22. desember 1926, d. 3. nóvember 2007.
Börn Oddnýjar og Karls Jóhanns:
1. Þórður Karlsson húsasmíðameistari, starfsstöðvarstjóri, f. 2. september 1949 í Vík í Mýrdal.
2. Jón Ólafur Karlsson verslunarstjóri hjá Högum, f. 6. nóvember 1950. Kona hans er Elísabet Sigurðardóttir.
3. Gunnar Már Karlsson byggingatæknifræðingur hjá Kópavogsbæ, f. 16. apríl 1954. Kona hans er Matthildur Jónsdóttir.
4. Ása Kristbjörg Karlsdóttir húsfreyja, löggiltur endurskoðandi, f. 1. september 1956. Maður hennar er Þröstur Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 30. október 1998 og 9. nóvember 2007. Minning hjónanna.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.