Jón Ólafur Karlsson (verslunarstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Jón Ólafur Karlsson)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Ólafur Karlsson verslunarstjóri fæddist 6. nóvember 1950 í Mýrdal. Foreldrar hans voru Karl Jóhann Gunnarsson skrifstofumaður, f. 22. desember 1926, í Árbæ við Brekastíg 7, d. 3. nóvember 2007, og kona hans Oddný Guðbjörg Þórðardóttir frá Skálanesi, húsfreyja, f. 15. ágúst 1929 á Akureyri, d. 23. október 1998.

Börn Karls og Oddnýjar voru:
1. Þórður Karlsson húsasmíðameistari, starfsstöðvarstjóri, f. 2. september 1949 í Vík í Mýrdal.
2. Jón Ólafur Karlsson verslunarstjóri, f. 6. nóvember 1950. Kona hans er Elísabet Sigurðardóttir.
3. Gunnar Már Karlsson byggingatæknifræðingur hjá Kópavogsbæ, f. 16. apríl 1954. Kona hans er Matthildur Jónsdóttir.
4. Ása Kristbjörg Karlsdóttir húsfreyja, löggiltur endurskoðandi, f. 1. september 1956. Maður hennar er Þröstur Einarsson.

Jón Ólafur var með foreldrum sínum.
Hann varð gagnfræðingur í Héraðsskólanum í Skógum 1966, lauk námi í Hótel og veitingaskólanum 1974.
Jón Ólafur vann á Hótel Sögu 1974-1979, flutti þá til Eyja, var rekstrarstjóri í Samkomuhúsinu í 4 ár, var aðstoðarverslunarstjóri á Tanganum apríl 1984- september 1987. Hann vann hjá Kaupfélaginu í Eyjum um skeið og hjá Kaupfélagi Árnesinga í Eyjum uns hann flutti til Reykjavíkur 1991.
Eftir flutning til Reykjavíkur 1991 vann hann í Hagkaupum í 27 ár, lengst var hann þar verslunarstjóri. Hann hætti störfum 2018.
Þau Elísabet giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Dverghamri 3 í 2 ár, byggðu húsið við Búhamar 23 og bjuggu þar til 1991.
Þau búa nú við Lund í Kópavogi.

I. Kona Jóns, (22. nóvember 1975), er Elísabet Sigurðardóttir frá Háeyri, hjúkrunarfræðingur, f. 26. október 1953.
Börn þeirra:
1. Brynja Jónsdóttir talmeinafræðingur, f. 22. desember 1974. Fyrrum maður hennar Hallgrímur Jökull Ámundason.
2. María Jónsdóttir sjúkraþjálfari, f. 26. desember 1977. Maður hennar Smári Einarsson.
3. Eyrún Jónsdóttir viðskiptafræðingur, f. 8. janúar 1980. Sambúðarmaður hennar Ívar Örn Helgason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Jón Karl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.