Valgerður Kr. Kristjánsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. október 2024 kl. 10:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2024 kl. 10:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja fæddist 9. júní 1930 á Tangagötu 23 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Kristján Valgeir Einarsson, f. 20. nóvember 1893 að Gröf í Bitrufirði, d. 8. október 1961, og kona hans Anna Jónsdóttir frá Neðsta-Hvammi í Dýrafirði, húsfreyja, kjólameistari, f. 14. apríl 1907 á Lækjarósi þar, d. 28. apríl 1995.

Valgerður var með foreldrum sínum í fyrstu. Þeir fluttust til Reykjavíkur 1937. Hún var fóstruð í Gröf í Bitrufirði, fluttist til Reykjavíkur 1944. Foreldrar hennar skildu.
Þau Sigþór giftu sig 1949 í Fljótshlíð, fluttust sama ár til Eyja. Þau eignuðust 7 börn, bjuggu í fyrstu á Reynifelli við Vesturvegi 15B, síðan á Fjólugötu 3 til ársins 1998, en þá fluttu þau að Sólhlíð 19 og þar býr Valgerður.
Sigþór lést 2007.

I. Maður Valgerðar Kristínar, (6. nóvember 1949), var Sigþór Sigurðsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. nóvember 1924 í Baldurshaga, d. 19. desember 2007 á Sjúkrahúsinu.
Börn þeirra:
1. Erla Fanný Sigþórsdóttir, f. 13. júní 1949 í Reykjavík. Maður hennar Yngvi Geir Skarphéðinsson.
2. Anna Kristín Sigþórsdóttir, f. 30. maí 1950 á Reynifelli. Maður hennar Einar Sigfússon.
3. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, f. 6. janúar 1953 á Reynifelli. Fyrrum maður hennar Guðjón Örn Vopnfjörð Aðalsteinsson.
4. Sveinn Valþór Sigþórsson, f. 3. mars 1956. Kona hans Baldvina Sverrisdóttir.
5. Einar Sigþórsson, f. 22. mars 1962. Fyrrum kona hans Ólafía Ósk Sigurðardóttir.
6. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, f. 26. október 1966. Maður hennar Tryggvi Ársælsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.