Björgvin Sigurjónsson (Sandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. nóvember 2019 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. nóvember 2019 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Björgvin Sigurjónsson frá Sandi, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, vélsmíðameistari fæddist 21. október 1911 að Norður-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum og lést 18. júlí 1992.
Foreldrar hans voru Sigurjón Pálsson frá Hansabæ í Reykjavík, sjómaður, verkamaður f. 21. júní 1887, d. 4. júní 1968, og fyrri kona hans Guðný Kristjana Einarsdóttir frá Krossi í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 18. nóvember 1892, d. 9. október 1964.

Börn Sigurjóns og Kristjönu, fyrri konu hans:
1. Björgvin Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, vélsmíðameistari, f. 21. október 1911 í Norður-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 18. júlí 1992.
2. Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1913 í Skuld, fluttist til Reykjavíkur 1930, d. 19. desember 1934.
3. Einar Valgeir Sigurjónsson múrari í Hafnarfirði, f. 4. júlí 1916 á Kirkjubæ, fóstraður hjá Valgerði og Einari móðurforeldrum sínum í A-Landeyjum, d. 31. maí 1999.

Börn Sigurjóns og Áslaugar, síðari konu hans:
1. Rósa Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, f. 14. desember 1927, d. 28. febrúar 2007. Maður hennar var Valdimar Kristinn Valdimarsson.
2. Guðmundur Sigurjónsson, dó ungbarn.
3. Hansína Sigurjónsdóttir, f. 23. febrúar 1931. Maður hennar Skúli Skúlason.
4. Guðfinna Pálína Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 3. ágúst 1933, d. 24. maí 2016. Maður hennar Halldór Ársælsson.
5. Guðný Sigurjónsdóttir, f. 19. júní 1936, d. 19. janúar 2014. Maður hennar Jakob Cecil Júlíusson.
6. Margrét Sigurjónsdóttir, f. 7. mars 1937, óg.
7. Svavar Sigurjónsson, f. 26. ágúst 1938. Kona hans var Sigurbjörg Eiríksdóttir, látin.

Börn Guðnýjar Kristjönu og Haraldar Sigurðssonar, síðari manns hennar:
1. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.
2. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
3. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
4. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Björgvin var fóstraður á Búðarhóli í A-Landeyjum og fluttur til móður sinnar í Eyjum 1915. Hann var með foreldrum sínum á Kirkjubæ 1916 í París 1918.
Foreldrar Björgvins skildu samvistir og hann var til heimilis hjá bústýrunni móður sinni og Haraldi Sigurðssyni á Sandi 1919 og enn 1930, en var háseti fyrir Norðurlandi. Hann bjó á Sandi 1934.
Björgvin öðlaðist vélstjórnarréttindi og var háseti, vélstjóri og stýrimaður í Eyjum á árunum 1928-1936.
Hann hóf störf hjá Kaupfélaginu á Þórshöfn á Langanesi 1936, var þar vélstjóri í frystihúsinu og rafstöðinni til 1949. Auk þess var hann með öðrum í útgerð þar um skeið. Þá var hann umboðsmaður Skipaútgerðar Ríkisins þar 1939-1949.
Hann fluttist til Reykjavíkur og og nam vélsmíði 1949-1953, vann síðan hjá Björgvin Frederiksen hf. til 1957, er hann stofnaði og rak fyrirtækið, Kæli og frystivélar sf. í Kópavogi með Erlendi Guðmundssyni og rak það til 1987, er það var selt og hét Oddi, kæli- og frystivélar.
Þau Helga Aðalbjörg giftu sig 1936, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Þórshöfn. Helga lést af slysförum 1945.
Björgvin kvæntist Guðrúnu 1949. Þau eignuðust eitt barn og Björgvin var fósturfaðir tveggja yngri barna hennar.
Þau Guðrún bjuggu lengst í Þingholtunum, en síðan byggðu þau hús að Logafold 46 í Grafarholti. Björgvin lést 1992 og Guðrún Hólmfríður 1998.

Björgvin var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (26. desember 1936), var Helga Aðalbjörg Ingimarsdóttir frá Þórshöfn, húsfreyja, f. 27. janúar 1915 á Sauðanesi, lést af slysförum 26. júní 1945.
Börn þeirra:
1. Árni Björgvinsson sendibílstjóri í Vogum, f. 26. maí 1936. Fyrrum kona hans María Erla Kjartansdóttir.
2. Steingrímur Vikar Björgvinsson vélstjóri í Reykjavík, f. 31. maí 1941. Fyrrum kona Anna Hákonardóttir. Kona Edda Ísfold Jónsdóttir.

II. Síðari kona Björgvins, (21. apríl 1949), var Guðrún Hólmfríður Jónsdóttir (Gígja) frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði, húsfreyja, f. 30. mars 1914, d. 13. júlí 1998. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson bóndi, trésmiður, verslunarmaður, útgerðarmaður, f. 2. febrúar 1879, d. 10. mars 1961, og kona hans Pálína Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1884, d. 19. júní 1971.
Barn þeirra:
3. Einar Helgi Björgvinsson vélvirki í Reykjavík, f. 6. október 1949. Kona hans Halldóra Guðrún Haraldsdóttir.
Börn Guðrúnar af fyrra hjónabandi:
4. Jón Vídalín Halldórsson deildarstjóri, f. 7. ágúst 1934. Kona hans Birna Á. Olsen.
5. Magnús Vídalín Halldórsson, f. 21. mars 1936, d. 7. september 1995.
6. Guðrún Alda Halldórsdóttir, f. 3. janúar 1939. Maður hennar Árni Þ. Árnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.