Sigríður Símonardóttir eldri (Eyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. mars 2019 kl. 21:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. mars 2019 kl. 21:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Símonardóttir eldri frá Eyri, húsfreyja í Stakkagerði-Vestra í Reykjavík og Hafnarfirði fæddist 10. febrúar 1914 í Reykjavík og lést 27. apríl 1994.
Foreldrar hennar voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.

Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson skipstjóri í Reykjavík en lengst í Grindavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1921, var hjá þeim á Eiðinu 1921 og 1922, á Brimnesi við Bakkastíg 1923, síðar á árinu á Eyri. Hún var með þeim á Eyri 1934.
Þau Þórarinn giftu sig 1937, eignuðust eitt barn og skildu.
Sigríður fluttist til Reykjavíkur giftist Vilhjálmi 1944, eignaðist með honum tvö börn, en missti annað þeirra tæpra þriggja ára af slysförum. Þau Vilhjálmur skildu.
Hún giftist Sigmundi 1955, bjó með honum í Hafnarfirði. Þau voru barnlaus.
Sigríður bjó síðast á Sólvangsvegi 1 í Hafnarfirði og lést 1994 og Sigmundur lést 2009.

Sigríður var þrígift.
I. Maður Sigríðar, (21. maí 1937, skildu), var Þórarinn Bernótusson, f. 21. maí 1910, d. 9. ágúst 1943.
Barn þeirra:
1. Þóranna Sjöfn Þórarinsdóttir, f. 8. september 1937 í Stakkagerði-Vestra, d. 8. september 2013.
II. Annar maður Sigríðar, (8. mars 1944, skildu), var Vilhjálmur Sverrir Valur Sigurjónsson prentari, bifreiðastjóri, ökukennari í Reykjavík, f. 1. mars 1918, d. 1. september 2004. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson sjómaður í Reykjavík, f. 5. apríl 1894, d. 29. janúar 1947, og Vilhelmína Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 30. október 1898, d. 3. mars 1919.
Börn þeirra:
2. Vilhelmína Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 21. júní 1941, síðast í Hafnarfirði, d. 12. nóvember 2017.
3. Sigrún Vilhjálmsdóttir, f. 25. febrúar 1945, d. af slysförum 17. febrúar 1948.
IV. Þriðji maður Sigríðar, (17. júní 1955), var Sigmundur Bjarnason frá Akureyjum á Breiðafirði, skipasmíðameistari í Hafnarfirði, f. 14. september 1910, d. 27. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson frá Sellátri, útvegsbóndi, f. 19. febrúar 1867, d. 11. desember 1929, og Ólöf Jóhanna Sigmundsdóttir frá Akureyjum, f. 2. júní 1878, d. 29. september 1957. Þau voru barnlaus, en Sjöfn og Vilhelmína dætur Sigríðar dvöldu hjá þeim og dætur Vilhelminu ólust upp hjá þeim, þær
Sigríður Jónsdóttir og Ásthildur Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.