Ritverk Árna Árnasonar/Þórarinn Bernótusson (Stakkagerði-Vestra)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórarinn Bernótusson.

Kynning.

Þórarinn Bernótusson í Vestra-Stakkagerði fæddist 20. maí 1908 og lést 10. ágúst 1943.
Foreldrar hans voru Bernótus Sigurðsson skipstjóri, f. 23. apríl 1884, fórst með mótórbátnum Má VE-178 12. febrúar 1920, og kona hans Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 2. apríl 1882, d. 3. september 1923.

Þórarinn var þríkvæntur:
I. Fyrsta kona hans, (2. mars 1929, skildu), var Guðrún Rafnsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1910, d. 25. október 2004.
Barn Þórarins og Guðrúnar var
1. Hilmar Bernótus Þórarinsson rafvirkjameistari og framkvæmdastjóri í Garðabæ, f. 8. desember 1929, d. 14. júní 1992. Hann ólst upp hjá frænku sinni, (ömmusystur), Guðbjörgu Þórðardóttur húsfreyju á Fífilgötu 3 og manni hennar Árna hafnsögumanni Þórarinssyni.

II. Önnur kona Þórarins, (21. maí 1937), var Sigríður Símonardóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1914, d. 27. apríl 1994.
Barn þeirra var
2. Þóranna Sjöfn, f. 8. september 1937, d. 8. september 2013.

III. Þriðja kona Þórarins var Rósa Árnadóttir húsfreyja, f. 25. júní 1916, d. 12. mars 1983.
Barn þeirra:
3. Þórunn Sif, f. 11. október 1942.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Þórarinn var lágur vexti og mjósleginn, tæplega meðalmaður að hæð. Hann var ljós yfirlitum og brúneygur. Fremur var hann þunglyndur og seintekinn af öllum almenningi og nokkuð tilbaka. Í sínum hóp gat hann þó verið kátur og reifur.
Hann var nokkur sumur til lunda í Suðureyjum, Álsey. Var hann alllipur veiðimaður, enda var hann snöggur í öllum hreyfingum, vel snar, þótt ekki væri hann kraftamaður, og samtíðarmenn hans segja, að hann hafi verið hlaðinn seiglu við veiðar og virzt lítið hafa fyrir uppslætti og burði.
Þórarinn lést vegna afleiðinga af áfengiseitrun á þjóðhátíðardögum Eyjanna sumarið 1943, 10. ágúst.
Lífsstarf hans var annars alls konar landvinna t.d. í Lifrarsamlaginu, en var í efnum vegna foreldraarfs síns.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.