Sigríður Símonardóttir yngri (Eyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. mars 2019 kl. 20:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. mars 2019 kl. 20:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Símonardóttir (Eyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Gunnar Magnússon og Sigríður Svanborg Símonardóttir.

Sigríður Svanborg Símonardóttir frá Eyri, húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Sólvöllum á Eyrarbakka, fæddist 6. desember 1927 á Eyri og lést 13. apríl 2016.
Foreldrar hennar voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjafirði, Ís., d. 23. nóvember 1980.
Fósturforeldrar Sigríðar voru Björn Einarsson bóndi á Fagurhól í A-Landeyjum, f. 19. júní 1863, d. 17. apríl 1941, og kona hans Kristín Þórðardóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1870, d. 2. október 1940.

Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir ráðskona í Reykjavík, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson verkamaður í Reykjavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Símonarson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir ritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.

Þegar Sigríður var þriggja ára var hún send í fóstur til hjónanna Kristínar Þórðardóttur og Björns Einarssonar, sem bjuggu á Fagurhóli í Landeyjum 1908-1940.
Þegar hún var 13 ára létust fósturforeldrar hennar og fór hún þá í vist til vandalausra. Tveimur árum seinna giftist Þorbjörg dóttir Fagurhólshjónanna Ragnari Jónsyni í Bollakoti í Fljótshlíð og átti Sigríður þar skjól þar til hún fór að Ártúnum á Rangárvöllum, en þangað fór hún til Gunnars sambýlismanns og síðar eiginmanns árið 1954.
Þau Gunnar bjuggu í Ártúnum 1954-1968, en Sigríður var skráð fyrir búinu 1962-1967.
Þau Gunnar giftu sig 1971. Þau voru barnlaus, en ólu upp Birnu Kristínu, dóttur Sigríðar.
Gunnar lést 1995. Sigríður fluttist á Hvolsvöll 1996, og skömmu síðar á Selfoss, en dvaldi að loku á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Hún lést 2016.

I. Barnsfaðir Sigríðar Svanborgar var Lárus Ingimarsson, f. 28. júlí 1919, d. 22. september 1985. Foreldrar hans voru Ingimar Jónsson prestur, skólastjóri, f. 15. febrúar 1891, d. 6. janúar 1982, og kona hans Elínborg Lárusdóttir húsfreyja, rithöfundur, f. 12. nóvember 1891, d. 5. nóvember 1985.
Barn þeirra er
1. Birna Kristín Lárusdóttir húsfreyja á Efri-Brunná í Saurbæ í Dalas., f. 22. júní 1946. Maður hennar er Sturlaugur Eyjólfsson.

II. Maður Sigríðar Svanborgar, (31. desember 1971), var Gunnar Magnússon bóndi, bifreiðastjóri, f. 4. apríl 1928 í Stóra-Gerði, d. 5. september 1995.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. apríl 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.