Emil Sigurðsson (Búlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. febrúar 2019 kl. 20:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2019 kl. 20:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Emil Sigurðsson frá Búlandi, bifreiðastjóri, bifvélavirki fæddist þar 3. desember 1927.
Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason múrari, verkamaður, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. september 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 22. nóvember 1981.

Móðursystkini Emils í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.

Emil var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hann varð snemma bifreiðastjóri, vann hjá Vinnslustöðinni árum saman, en einnig við bifreiðaviðgerðir hjá Tómasi Ólafssyni vélstjóra, járnsmið.
Þau Elín giftu sig 1965, keyptu Miðey við Heimagötu 33 og bjuggu þar til Goss, eignuðust Erlu Guðrúnu þar 1970.
Þau fluttust til Reykjavíkur. Emil vann hjá Sigurþóri Margeirssyni í Hafrafelli 1973-1986 við bifreiðaviðgerðir og náði í sveinsréttindi. Þegar Jöfur keypti fyrirtækið fór Emil þangað og vann þar í fimm ár eða til starfsloka.

I. Kona Emils, (24. desember 1965), er Elín Teitsdóttir, f. 30. desember 1932.
Barn þeirra:
1. Erla Guðrún Emilsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, myndlistarmaður í Kópavogi, f. 6. febrúar 1970 í Eyjum.
Börn Elínar og fósturbörn Emils:
2. Anna Elín Steele húsfreyja, yogakennari í Reykjavík, f. 1. ágúst 1954.
3. Sigrún Einarsdóttir grafískur hönnuður í Kópavogi, f. 2. maí 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.