Óskar Sigurðsson (Búlandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Óskar Jón Árnason Sigurðsson frá Búlandi, bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði fæddist þar 2. febrúar 1921 og lést 19. október 1998.
Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason múrari, verkamaður, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. september 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 22. nóvember 1981.

Móðursystkini Óskars í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.

Óskar var meðforeldrum sínum í æsku
Hann vann snemma ýmis störf á sjó og á landi, fluttist úr Eyjum 1947 og vann hjá Vegagerð Ríkisins í tæp 15 ár.
Hann fluttist til Selfoss og vann hjá Mjólkurbúi Flóamanna í tæpan áratug.
Óskar fluttist þá til Hafnarfjarðar 1965 og starfaði fyrir Olíustöðina til starfsloka. Einnig vann hann í Sláturhúsi Hafnarfjarðar.
Þau Ragnheiður giftu sig 1953, eignuðust tvö börn, en auk þess átti Ragnheiður tvö börn frá fyrra sambandi.
Ragnheiður lést 1997 og Óskar 1998.

I. Kona Óskars, (1. janúar 1953), var Ragnheiður Guðmunda Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. ágúst 1928, d. 23. september 1997. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Magnúsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. janúar 1899, d. 12. desember 1974 og maður hennar Guðmundur Þorkell Magnússon kaupmaður, sláturhússtjóri, f. 26. október 1900, d. 25. apríl 1979.
Börn Ragnheiðar og Óskars:
1. Björg Sigríður Óskarsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1954. Maður hennar var Björn Jónsson. Sambýlismaður Bjargar Peter Kvaran. Þau búa í Danmörku.
2. Guðmundur Óskar Óskarsson, f. 4. janúar 1960. Kona hans Ágústa Sigurðardóttir.
Börn Ragnheiðar úr fyrra sambandi:
3. Magnús Matthíasson, f. 7. júlí 1946. Kona hans var Sigrún Magnúsdóttir.
4. Ragnheiður Bjarney Matthíasdóttir, f. 28. nóvember 1947. Maður hennar Guðmundur Brandsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.