Tómas Ólafsson (Baldri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Tómas Ólafsson frá Baldri við Brekastíg 22, vélsmiður fæddist 3. júlí 1924 í Skógum og lést 27. júlí 1980.
Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, smiður, bókhaldari, verslunarmaður, f. þar 14. febrúar 1889, d. 6. september 1960, og kona hans Ingibjörg Tómasdóttir frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 11. mars 1895, d. 8. desember 1981.

Börn Ingibjargar og Ólafs:
1. Tómas Ólafsson vélsmiður, vélstjóri, f. 3. júlí 1924 í Skógum, d. 27. júlí 1980.
2. Guðbjörg Sigríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1928 í Baldri, d. 17. júní 1941.
3. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1930 í Baldri.

Tómas var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1941, lauk vélsmíðanámi.
Tómas vann við iðn sína í Eyjum og síðan í Vélsmiðjunni Héðni og hjá Jarðýtunni s.f., en einnig um skeið á heimili sínu. Síðast starfaði hann hjá Ísal.
Þau Sigurvaldís Guðrún giftu sig 1954, eignuðust tvö börn og Sigurvaldís átti áður Ólöfu Sif. Þau bjuggu í Kópavogi, byggðu þar hús við Þinghólsbraut árið 1960.
Tómas lést 1980 og Sigurvaldís 2021.

I. Kona Tómasar, (1954), var Sigurvaldís Guðrún Lárusdóttir húsfreyja, starfsmaður á Kópavogshæli um skeið, f. 19. júní 1927 í Reykjavík, d. 13. júlí 2021 á dvalarheimilinu Mörk. Foreldrar hennar voru Lárus Finnbogi Björnsson kaupmaður, ættaður úr Húnaþingi og kona hans Sigurbjörg Sigríður Sigurvaldadóttir húsfreyja, ættuð úr Húnaþingi.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Tómasdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1957. Maður hennar Ragnar Werner Hallbergsson Halldórssonar.
2. Sigurbjörg Guðríður Tómasdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1962. Maður hennar Vilhjálmur Örn Gunnarsson.
Barn Sigurvaldísar er
3. Ólöf Sif Bjarkar Gunnarsdóttir, f. 25. maí 1948. Maður hennar Benedikt Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. ágúst 2021. Minning Sigurvaldísar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.