Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir.

Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir frá Búlandi, húsfreyja, iðnverkakona, fæddist 23. desember 1919 í Heklu og lést 1. maí 2010.
Foreldrar hennar vor Sigurður Bjarnason múrari, verkamaður, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. september 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 22. nóvember 1981.
Fósturforeldrar Guðmundu Dagmarar voru Auðbjörg María Guðlaugsdóttir Jónssonar í Stóra-Gerði húsfreyja, f. 23. ágúst 1900, d. 23. júní 1986, og maður hennar Magnús Gunnarsson bóndi á Syðri Úlfsstöðum í A-Landeyjum og síðan í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 13. júlí 1896, d. 13. apríl 1973.

Móðursystkini Elínar í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri (Búlandi) húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.

Guðmunda var með foreldrum sínum fyrstu 7-8 ár ævinnar, en þá fór hún í fóstur til Auðbjargar Guðlaugsdóttur húsfreyju og Magnúsar Gunnarssonar bónda á Syðri-Úlfsstöðum í Landeyjum og í Ártúnum á Rangárvöllum. Hjá þeim var hún til 15 ára aldurs. Hún var í vist í Eyjum og fór í húsmæðraskóla í Hveragerði, en fór í kaupavinnu á sumrin fram yfir tvítugt.
Hún fluttist til Reykjavíkur og vann í Smjörlíkisgerðinni Smára þar til hún hóf búskap. Hún giftist Hjálmari 1949, eignaðist með honum fjögur börn. Hún var heimavinnandi meðan börnin voru smá, en vann utan heimilis upp úr 1960, fyrst að Laugavegi 28 við matreiðslu og síðan í Kassagerð Reykjavíkur frá 1969 til starfsloka 74 ára gömul.
Síðustu æviárin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu í Seljahlíð.
Hjálmar lést í janúar 2010 og Guðmunda Dagmar í maí 2010.

I. Maður Guðmundu Dagmarar, (9. október 1949), var Hjálmar Breiðfjörð Jóhannsson pípulagningameistari, myndlistamaður, f. 22. júlí 1922 á Hofsstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, d. 27. janúar 2010. Foreldrar hans voru Jóhann Benediktsson verkstjóri í Reykjavík, f. 6. janúar 1885, d. 4. júlí 1962 og Guðfinna Árnadóttir húsfreyja, f. 18. maí 1898, d. 25. maí 1991.
Börn Guðmundu Dagmarar og Hjálmars:
1. Sigríður Hjálmarsdóttir húsfreyja, framreiðslukona, f. 30. nóvember 1945. Maður hennar er Jóhann Kristjánsson.
2. Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja, verktaki, f. 15. janúar 1949. Hún var kjörbarn foreldra sinna, dóttir Fjólu systur Guðmundu Dagmarar og faðir hennar var Hilmar bróðir Jóhanns manns hennar.
Maður Guðrúnar er Sigurður Sævar Ketilsson.
3. Guðfinna Hjálmarsdóttir húsfreyja, framreiðslukona, verslunarkona. Maður hennar er Þorvaldur S. Jóhannesson.
4. Hörður Þór Hjálmarsson pípulagningameistari, f. 6. febrúar 1952. Kona hans er Ásdís Eva Baldvinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 8. febrúar og 15. maí 2010. Minning hjónanna.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.