Sigurborg Einarsdóttir (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. janúar 2018 kl. 18:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. janúar 2018 kl. 18:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurborg Einarsdóttir húsfreyja í Fagurhól fæddist 17. október 1884 og lést 10. maí 1958.
Foreldrar hennar voru Einar Híerónýmusson bóndi, síðan verkamaður á Felli, f. 7. september 1846 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 6. apríl 1922, og síðari kona hans Sigurborg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. júní 1846 á Ljótarstöðum í Skaftártungu, d. 13. október 1933.

Systkini Sigurborgar í Eyjum voru:
Hálfbróðir, sammæddur, var
1. Magnús Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður á Felli, f. 5. júlí 1874 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 25. september 1940. Albróðir var
2. Kristján Einarsson sjómaður í Görðum, f. 10. mars 1878, d. 16. desember 1925.

Sigurborg fluttist til Eyja með Sigurborgu móður sinni 1898, var hjú í Garðhúsum 1901 og enn 1907, er hún eignaðist Einar Vídalín með Einari Jónssyni þar.
Hún var vinnukona hjá foreldrum sínum í Jómsborg í lok árs 1907, á Felli 1908 og 1909, en þar voru þau húsfólk.
1910 var Sigurborg verkakona á Felli, vann við fiskverkun.
Hún giftist Guðjóni 1912.
Þau eignuðust 4 börn

I. Barnsfaðir Sigurborgar var Einar Jónsson í Garðhúsum, f. 2. júní 1867, d. 19. apríl 1950.
Barn þeirra var
1. Einar Vídalín Einarsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 28. apríl 1907, d. 4. október 1990.

II. Maður Sigurborgar, (22. desember 1912), var Guðjón Þorleifsson formaður, smiður, f. 6. maí 1881, d. 26. mars 1964. Sigurborg var síðari kona hans. Fyrri kona Guðjóns var Anna Júlíana Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1878, d. 3. ágúst 1907.
Börn Siguborgar og Guðjóns voru:
2. Laufey Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1914, d. 1. maí 2004.
3. Alda Ísfold Guðjónsdóttir, f. 13. janúar 1918, d. 20. september 1990.
4. Þorleif Guðjónsdóttir, f. 30. janúar 1923, d. 24. júní 2013.
5. Anna Sigurborg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1928, d. 7. nóvember 2001.
Stjúpsonur Sigurborgar, barn Guðjóns frá fyrra hjónabandi hans.
6. Anton Júlíus Guðjónsson sjómaður, f. 20. ágúst 1907, d. 15. september 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.